Enski boltinn

Joe Allen stoppaði sigurgöngu Gareth Bale

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Allen.
Joe Allen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Joe Allen, miðjumaður Liverpool, var í gær valinn knattspyrnumaður ársins í Wales en þessi 22 ára gamli leikmaður var einnig kosinn besti leikmaður Swansea á síðasta tímabili á þessari árlegu uppgjörshátíð fótboltans í Wales.

Joe Allen hafði betur í baráttu við Gareth Bale hjá Tottenham og Ashley Williams hjá Swansea City í kosningunni á besta knattspyrnumanni Wales en tímabilið var síðustu tólf mánuðir, það er frá október 2011 til október 2012.

Joe Allen lék frábærlega með Swansea á síðustu leiktíð og átti mikinn þátt í góðu gengi liðsins á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool keypti hann síðan á fimmtán milljónir punda í sumar.

Blaðamenn og sjónvarpsmenn í Wales velja besta knattspyrnumann landsins og voru verðlaunin afhent í Cardiff í gær. Allen endaði sigurgöngu Gareth Bale sem var valinn sá besti 2010 og 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×