Enski boltinn

Bolton búið að reka Owen Coyle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Owen Coyle.
Owen Coyle. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bolton Wanderers hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann Owen Coyle en hann hefur verið með liðið frá því að hann tók við af Gary Megson í janúar 2010.

Owen Coyle hætti með Burnley til að taka við Bolton-liðinu á sínum tíma en Bolton-liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrravor og er nú sem stendur í 18. sæti í ensku b-deildinni.

Jimmy Phillips, yfirmaður akademíu félasins og Sammy Lee yfirþjálfari akademíunnar munu taka tímabundið við stjórnun liðsins. Sammy Lee tók einnig tímabundið við þegar Sam Allardyce var rekinn 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×