Enski boltinn

Stuðningsmennirnir fengu sitt í gegn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
St James' Park.
St James' Park. Mynd/Nordic Photos/Getty
Heimavöllur enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle hefur aftur breytt um nafn og heitir nú á ný St James' Park. Lánafyrirtækið wonga.com keypti nafnaréttinn á vellinum og ákvað að hlusta á eldheita stuðningsmenn Newcastle sem vildu aftur sinn St James' Park.

St James' Park hét Sports Direct Arena frá nóvember 2011 þar til í dag en það fór mjög illa í marga stuðningsmenn félagsins sem reyndu allt til að halda gamla nafni vallarins á lofti.

„Við hlustum á óskir stuðningsmannanna undanfarna þrjá daga og við sáum hvað skipti mestu máli fyrir þá," sagði talsmaður Wonga.

„Fótbolti er tilfinningaríkt sport og nafnið skiptir þá miklu máli. Við hlustum á hvað þeir vildu og þess vegna breytum við nafninu," bætti talsmaðurinn við.

Newcastle mun spila sinn fyrsta leik á "nýja" St James' Park þegar West Brom kemur í heimsókn 28. október næstkomandi og það er því enn nokkuð löng bið þar til að stuðningsmennirnir geti fagnað nafninu "sínu" með stæl.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×