Enski boltinn

Man. City búið að kaupa Maicon | Richards til Newcastle?

Maicon.
Maicon.
Man. City er búið að kaupa brasilíska bakvörðinn Maicon frá Inter en þessi félagaskipti hafa legið í loftinu í allan dag.

Þessi kaup Man. City setja aftur á móti spurningamerki við framtíð Micah Richards við City en þegar er byrjað að orða hann við Newcastle.

Inter keypti nýjan bakvörð í morgun og þá var ljóst að Maicon væri á förum.

Roberto Mancini, stjóri Man. City, þekkir vel til Maicon eftir að hafa stýrt honum í tvö ár hjá Inter. Bakvörðurinn er aftur á móti orðinn 31 árs gamall, hefur verið talsvert meiddur og flestir á því að hans bestu dagar séu á enda.

Ekki hefur neitt verið gefið upp um kaupverð eða lengd samnings. Kaupverðið er þó talið vera í kringum sex til átta milljónir evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×