Enski boltinn

Lloris orðinn leikmaður Tottenham

Franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris er genginn til liðs við Tottenham en gengið var frá samningum nú í kvöld.

Lloris hefur verið orðaður við Spurs lengi en forráðamenn Lyon greindu frá því í morgun að afar erfitt væri að semja við Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham.

Fregnir bárust af því í morgun að Lloris væri kominn til Lundúna og gekkst hann undir læknisskoðun fyrr í dag. Kaupverðið mun vera um tíu milljónir punda.

Lloris er einn besti markvörður heims og kemur til með að leysa Brad Friedel af hólmi en sá bandaríski varð 41 árs gamall á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×