Enski boltinn

Gaston Ramirez kominn til Southampton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Southampton hefur gengið frá kaupum á miðvallarleikmanninum Gaston Ramirez frá Bologna á Ítalíu.

Southampton leikur sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni og var sagt reiðubúið að borga um tólf milljónir punda fyrir Ramirez, sem var einnig orðaður við bæði Liverpool og Tottenham.

Nigel Adkins, stjóri Southampton, sagði fyrr í dag að félagaskiptin væru handan við hornið. Ramirez yrði þar með dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi en metið á Jay Rodriguez. Hann kom fyrr í sumar frá Burnley fyrir sjö milljónir punda.

Ramirez er 21 árs gamall og á að baki nokkra leiki með A-landsliði Úrúgvæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×