Enski boltinn

Benayoun lánaður til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
BBC hefur eftir heimildum sínum að Yossi Benayoun verði lánaður til West Ham til loka núverandi tímabils.

Benayoun lék áður með West Ham áður en hann gekk í raðir Liverpool árið 2007. Þaðan fór hann til Chelsea árið 2010 en hann lék sem lánsmaður með Arsenal á síðasta tímabili.

Hann er 32 ára gamall og sló í gegn á West Ham þau tvö tímabil sem hann lék þar. Hann náði aðeins að spila átta deildarleiki með Chelsea og skoraði í þeim eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×