Enski boltinn

Nastasic kominn til City | Savic farinn

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Varnarmaðurinn Matija Nastasic er genginn til liðs við Englandsmeistara Manchester City en þessi stórefnilegi varnarmaður er aðeins nítján ára gamall.

Nastasic er sagður hafa kostað City tólf milljónir punda en þar að auki fékk Fiorentina Stefan Savic frá City.

Nastasic kom við sögu í 21 leik með Fiorentina á síðasta tímabil og komst í A-landslið Serbíu á árinu. Hann gekk í raðir Fiorentina frá Partizan í heimalandinu fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×