Enski boltinn

Barton lánaður til Marseille

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
QPR staðfesti á Twitter-síðu sinni í kvöld að Joey Barton hafi verið lánaður til franska úrvalsdeildarfélagsins Marseille til loka tímabilsins.

Barton fékk tólf leikja bann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í vor.

Hann hafði verið orðaður við hin ýmsu félög í sumar en vildi komast til Marseille þegar félagið kom til sögunnar. Um tíma virtist sem svo að ekkert yrði af því en það hefur nú gengið í gegn á síðustu stundu.

Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins en Barton er 29 ára gamall miðvallarleikmaður. Hann hefur leikið með Manchester City, Newcastle og QPR á ferlinum og á þar að auki að baki einn leik með A-landsliði Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×