Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 1-1 Kristinn Páll Teitsson á Fylkisvelli skrifar 2. júlí 2012 15:02 Mynd/Ernir Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Fylkis og Breiðabliks í Árbænum í kvöld en leiknum lauk 1-1. Bæði lið fengu möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að klára færin og jafntefli því niðurstaðan. Bæði liðin hafa bæði átt ágætis byrjun á mótinu og skildi aðeins eitt stig að liðunum fyrir leik, Breiðablik sat í 6. sæti með 13 stig en Fylkismenn í því 8. með 12 stig. Fyrri hálfleikur var afar dapur af hálfu beggja liða. Bæði lið lágu til baka og reyndu að sækja á skyndisóknum en lélegar sendingar trekk í trekk stöðvuðu allar slíkar hugmyndir og úr varð miðjuhnoð. Eftir hæga byrjun á seinni hálfleik kom fyrsta markið á 53. mínútu og var þar að verki Petar Rnkovic eftir skallasendingu frá Sverri Inga. Fylkismenn voru nálægt því að jafna aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Björgólfur Takefusa komst í gott færi en Sigmar varði vel. Það voru þó mistök hans sem kostuðu Blikana stuttu seinna, þá átti Davíð Þór Ásbjörnsson gott skot þrjátíu metrum frá marki en beint á Sigmar sem missti frákastið beint í hendur Jóhanns Þórhallssonar sem var nýkominn inn á sem varamaður og átti hann ekki í erfiðleikum með að klára færið. Bæði lið fengu góð færi til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta sér þau og var lauk leiknum því með sanngjörnu 1-1 jafntefli. Ásgeir: Pústrar og barningar henta mér ágætlegaMynd/Daníel„Við hefðum getað skorað fleiri hér í kvöld og þeir líka þannig maður verður bara að vera sáttur með stigið," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Við vorum í bullandi færi til að koma okkur vel fyrir í einu af toppsætunum í dag en við náðum ekki að klára leikinn. Eitt stig er þó ekki slæmt og við höldum okkur í baráttunni og núna er það bara næsti leikur." Fylkismenn hafa átt kaflaskipta leiki í sumar, eftir hrikalegt tap gegn FH í deildinni hafa þeir hinsvegar komið stöðugleika á leik sinn og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Fyrir utan stórslysið hefur verið fínn stöðugleiki hjá okkur, þéttir varnarlega og að bæta okkur hægt og bítandi sóknarlega séð." Hart var barist á miðjunni í fyrri hálfleik og leiddist Ásgeiri sú stemming ekki. „Oftast eru leikirnir sem er leiðinlegir að horfa á skemmtilegastir að spila. Mikið um pústra og barninga, hentar kannski mér og okkur ágætlega," sagði Ásgeir. Finnur: Hvorugt liðið gengur sátt frá borðiMynd/Daníel„Við vildum auðvitað fá meira, við vorum með forystuna og við erum vonsviknir að fá á okkur klaufalegt jöfnunarmark," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við fáum færi til að taka öll stigin undir lokin en að sama skapi vorum við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk, ég held að hvorugt liðið gangi sátt frá borði í kvöld." Gott gengi Blika síðustu umferðir má rekja til varnarleiks þeirra, í síðustu 3 leikjum höfðu þeir aðeins fengið á sig eitt mark. „Við vorum að vinna þetta á vörninni, við þurfum að byggja á því. Ef þú heldur hreinu þarftu bara eitt mark og þá eru þrjú stig komin. Við hefðum þurft að pressa Davíð fyrr í markinu, við höfum séð þetta áður í sumar og vitum að hann getur þetta en við vorum bara of seinir." „Núna er bara gamla klisjan, ef maður dettur út úr bikarnum þá einbeitir maður sér bara að deildinni og við þurfum einfaldlega að gera það," sagði Finnur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Fylkis og Breiðabliks í Árbænum í kvöld en leiknum lauk 1-1. Bæði lið fengu möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að klára færin og jafntefli því niðurstaðan. Bæði liðin hafa bæði átt ágætis byrjun á mótinu og skildi aðeins eitt stig að liðunum fyrir leik, Breiðablik sat í 6. sæti með 13 stig en Fylkismenn í því 8. með 12 stig. Fyrri hálfleikur var afar dapur af hálfu beggja liða. Bæði lið lágu til baka og reyndu að sækja á skyndisóknum en lélegar sendingar trekk í trekk stöðvuðu allar slíkar hugmyndir og úr varð miðjuhnoð. Eftir hæga byrjun á seinni hálfleik kom fyrsta markið á 53. mínútu og var þar að verki Petar Rnkovic eftir skallasendingu frá Sverri Inga. Fylkismenn voru nálægt því að jafna aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Björgólfur Takefusa komst í gott færi en Sigmar varði vel. Það voru þó mistök hans sem kostuðu Blikana stuttu seinna, þá átti Davíð Þór Ásbjörnsson gott skot þrjátíu metrum frá marki en beint á Sigmar sem missti frákastið beint í hendur Jóhanns Þórhallssonar sem var nýkominn inn á sem varamaður og átti hann ekki í erfiðleikum með að klára færið. Bæði lið fengu góð færi til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta sér þau og var lauk leiknum því með sanngjörnu 1-1 jafntefli. Ásgeir: Pústrar og barningar henta mér ágætlegaMynd/Daníel„Við hefðum getað skorað fleiri hér í kvöld og þeir líka þannig maður verður bara að vera sáttur með stigið," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Við vorum í bullandi færi til að koma okkur vel fyrir í einu af toppsætunum í dag en við náðum ekki að klára leikinn. Eitt stig er þó ekki slæmt og við höldum okkur í baráttunni og núna er það bara næsti leikur." Fylkismenn hafa átt kaflaskipta leiki í sumar, eftir hrikalegt tap gegn FH í deildinni hafa þeir hinsvegar komið stöðugleika á leik sinn og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Fyrir utan stórslysið hefur verið fínn stöðugleiki hjá okkur, þéttir varnarlega og að bæta okkur hægt og bítandi sóknarlega séð." Hart var barist á miðjunni í fyrri hálfleik og leiddist Ásgeiri sú stemming ekki. „Oftast eru leikirnir sem er leiðinlegir að horfa á skemmtilegastir að spila. Mikið um pústra og barninga, hentar kannski mér og okkur ágætlega," sagði Ásgeir. Finnur: Hvorugt liðið gengur sátt frá borðiMynd/Daníel„Við vildum auðvitað fá meira, við vorum með forystuna og við erum vonsviknir að fá á okkur klaufalegt jöfnunarmark," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við fáum færi til að taka öll stigin undir lokin en að sama skapi vorum við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk, ég held að hvorugt liðið gangi sátt frá borði í kvöld." Gott gengi Blika síðustu umferðir má rekja til varnarleiks þeirra, í síðustu 3 leikjum höfðu þeir aðeins fengið á sig eitt mark. „Við vorum að vinna þetta á vörninni, við þurfum að byggja á því. Ef þú heldur hreinu þarftu bara eitt mark og þá eru þrjú stig komin. Við hefðum þurft að pressa Davíð fyrr í markinu, við höfum séð þetta áður í sumar og vitum að hann getur þetta en við vorum bara of seinir." „Núna er bara gamla klisjan, ef maður dettur út úr bikarnum þá einbeitir maður sér bara að deildinni og við þurfum einfaldlega að gera það," sagði Finnur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann