Fótbolti

Gylfi Þór: Markmiðið að komast í Meistaradeildina á næsta ári

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er nýjasti liðsmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Gylfa um vistaskiptin í dag.

Gylfi segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að velja Tottenham.

„Nei, í sjálfu sér ekki. Ef þú lítur á klúbbinn og leikmannahópinn þá er þetta frábær klúbbur með stóran völl. Leikmennirnir eru í heimsklassa og spila skemmtilegan bolta sem skiptir miklu máli," segir Gylfi sem semur við Tottenham til fimm ára.

Gylfi er hvergi banginn þrátt fyrir að semja til svo langs tíma við félagið.

„Nei, þetta er á mjög fínum stað í Englandi, toppfélag með glænýtt æfingasvæði sem er að klárast í þessum mánuði. Þetta er mjög skemmtilegt lið svo ég er bara mjög ánægður að vera kominn til Tottenham," segir Gylfi sem telur leikstíl Tottenham henta sér vel.

„Já, ég held það. Þeir eru með Aaron Lennon og Gareth Bale á köntunum sem eru öskusnöggir. Gareth var að skrifa undir nýjan samning svo hann verður þarna í einhver tímabil. Það hentar mér að þeir eru fljótir að hlaupa upp kantinn og gefa fyrir. Þá get ég reynt að mæta á réttum tíma inn í boxið," segir Gylfi sem segir Tottenham stefna á Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.

„Við rétt misstum af Meistaradeildinni á síðasta ári en erum í Evrópudeildinni núna. Markmiðið held ég að sé að komast í Meistaradeildina á næsta ári. Liðið hefur verið að hafna í kringum fjórða sæti síðustu tvö árin svo markmiðið hlýtur að vera að bæta sig frá síðasta tímabili og vonandi gengur það."

„Það var mjög skemmtilegt að vera þar. Við spiluðum skemmtilegan bolta og ég naut mín mjög vel þar," segir Gylfi.


Tengdar fréttir

Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila

Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína.

Tottenham staðfestir komu Gylfa

Tottenham hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Frétt birtist þess efnis birtist á heimasíðu þess í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×