Gylfi Þór: Markmiðið að komast í Meistaradeildina á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2012 18:51 Gylfi Þór Sigurðsson er nýjasti liðsmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Gylfa um vistaskiptin í dag. Gylfi segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að velja Tottenham. „Nei, í sjálfu sér ekki. Ef þú lítur á klúbbinn og leikmannahópinn þá er þetta frábær klúbbur með stóran völl. Leikmennirnir eru í heimsklassa og spila skemmtilegan bolta sem skiptir miklu máli," segir Gylfi sem semur við Tottenham til fimm ára. Gylfi er hvergi banginn þrátt fyrir að semja til svo langs tíma við félagið. „Nei, þetta er á mjög fínum stað í Englandi, toppfélag með glænýtt æfingasvæði sem er að klárast í þessum mánuði. Þetta er mjög skemmtilegt lið svo ég er bara mjög ánægður að vera kominn til Tottenham," segir Gylfi sem telur leikstíl Tottenham henta sér vel. „Já, ég held það. Þeir eru með Aaron Lennon og Gareth Bale á köntunum sem eru öskusnöggir. Gareth var að skrifa undir nýjan samning svo hann verður þarna í einhver tímabil. Það hentar mér að þeir eru fljótir að hlaupa upp kantinn og gefa fyrir. Þá get ég reynt að mæta á réttum tíma inn í boxið," segir Gylfi sem segir Tottenham stefna á Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. „Við rétt misstum af Meistaradeildinni á síðasta ári en erum í Evrópudeildinni núna. Markmiðið held ég að sé að komast í Meistaradeildina á næsta ári. Liðið hefur verið að hafna í kringum fjórða sæti síðustu tvö árin svo markmiðið hlýtur að vera að bæta sig frá síðasta tímabili og vonandi gengur það." „Það var mjög skemmtilegt að vera þar. Við spiluðum skemmtilegan bolta og ég naut mín mjög vel þar," segir Gylfi. Tengdar fréttir FH og Breiðablik fá á annan tug milljóna vegna sölu Gylfa FH og Breiðablik eiga bæði rétt á samstöðubótum vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham. Samtals fá íslensku félögin á annan tug milljóna króna. 4. júlí 2012 14:32 Gylfi einn dýrasti leikmaður Íslands frá upphafi Óhætt er að fullyrða að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann gekk í dag í raðir Tottenham á Englandi. 4. júlí 2012 12:55 Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína. 4. júlí 2012 12:43 Tottenham staðfestir komu Gylfa Tottenham hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Frétt birtist þess efnis birtist á heimasíðu þess í dag. 4. júlí 2012 11:45 Enskur fréttavefur segir Gylfa fá tíu milljónir í vikulaun | Kaupverðið óuppgefið Fréttavefurinn Goal.com greinir frá því í dag að Gylfi Þór Sigurðsson muni fá 50 þúsund pund, rétt tæpar tíu milljónir króna, í vikulaun hjá Tottenham. 4. júlí 2012 12:32 Fyrsti deildarleikur Gylfa í Newcastle Gylfi Þór Sigurðsson mun mögulega spila sinn fyrsta deildarleik í búningi Tottenham á Sports Direct Arena í Newcastle. 4. júlí 2012 13:13 Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er nýjasti liðsmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Gylfa um vistaskiptin í dag. Gylfi segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að velja Tottenham. „Nei, í sjálfu sér ekki. Ef þú lítur á klúbbinn og leikmannahópinn þá er þetta frábær klúbbur með stóran völl. Leikmennirnir eru í heimsklassa og spila skemmtilegan bolta sem skiptir miklu máli," segir Gylfi sem semur við Tottenham til fimm ára. Gylfi er hvergi banginn þrátt fyrir að semja til svo langs tíma við félagið. „Nei, þetta er á mjög fínum stað í Englandi, toppfélag með glænýtt æfingasvæði sem er að klárast í þessum mánuði. Þetta er mjög skemmtilegt lið svo ég er bara mjög ánægður að vera kominn til Tottenham," segir Gylfi sem telur leikstíl Tottenham henta sér vel. „Já, ég held það. Þeir eru með Aaron Lennon og Gareth Bale á köntunum sem eru öskusnöggir. Gareth var að skrifa undir nýjan samning svo hann verður þarna í einhver tímabil. Það hentar mér að þeir eru fljótir að hlaupa upp kantinn og gefa fyrir. Þá get ég reynt að mæta á réttum tíma inn í boxið," segir Gylfi sem segir Tottenham stefna á Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. „Við rétt misstum af Meistaradeildinni á síðasta ári en erum í Evrópudeildinni núna. Markmiðið held ég að sé að komast í Meistaradeildina á næsta ári. Liðið hefur verið að hafna í kringum fjórða sæti síðustu tvö árin svo markmiðið hlýtur að vera að bæta sig frá síðasta tímabili og vonandi gengur það." „Það var mjög skemmtilegt að vera þar. Við spiluðum skemmtilegan bolta og ég naut mín mjög vel þar," segir Gylfi.
Tengdar fréttir FH og Breiðablik fá á annan tug milljóna vegna sölu Gylfa FH og Breiðablik eiga bæði rétt á samstöðubótum vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham. Samtals fá íslensku félögin á annan tug milljóna króna. 4. júlí 2012 14:32 Gylfi einn dýrasti leikmaður Íslands frá upphafi Óhætt er að fullyrða að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann gekk í dag í raðir Tottenham á Englandi. 4. júlí 2012 12:55 Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína. 4. júlí 2012 12:43 Tottenham staðfestir komu Gylfa Tottenham hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Frétt birtist þess efnis birtist á heimasíðu þess í dag. 4. júlí 2012 11:45 Enskur fréttavefur segir Gylfa fá tíu milljónir í vikulaun | Kaupverðið óuppgefið Fréttavefurinn Goal.com greinir frá því í dag að Gylfi Þór Sigurðsson muni fá 50 þúsund pund, rétt tæpar tíu milljónir króna, í vikulaun hjá Tottenham. 4. júlí 2012 12:32 Fyrsti deildarleikur Gylfa í Newcastle Gylfi Þór Sigurðsson mun mögulega spila sinn fyrsta deildarleik í búningi Tottenham á Sports Direct Arena í Newcastle. 4. júlí 2012 13:13 Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Sjá meira
FH og Breiðablik fá á annan tug milljóna vegna sölu Gylfa FH og Breiðablik eiga bæði rétt á samstöðubótum vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham. Samtals fá íslensku félögin á annan tug milljóna króna. 4. júlí 2012 14:32
Gylfi einn dýrasti leikmaður Íslands frá upphafi Óhætt er að fullyrða að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann gekk í dag í raðir Tottenham á Englandi. 4. júlí 2012 12:55
Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína. 4. júlí 2012 12:43
Tottenham staðfestir komu Gylfa Tottenham hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Frétt birtist þess efnis birtist á heimasíðu þess í dag. 4. júlí 2012 11:45
Enskur fréttavefur segir Gylfa fá tíu milljónir í vikulaun | Kaupverðið óuppgefið Fréttavefurinn Goal.com greinir frá því í dag að Gylfi Þór Sigurðsson muni fá 50 þúsund pund, rétt tæpar tíu milljónir króna, í vikulaun hjá Tottenham. 4. júlí 2012 12:32
Fyrsti deildarleikur Gylfa í Newcastle Gylfi Þór Sigurðsson mun mögulega spila sinn fyrsta deildarleik í búningi Tottenham á Sports Direct Arena í Newcastle. 4. júlí 2012 13:13