Enski boltinn

Fyrsti deildarleikur Gylfa í Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi fagnar marki í leik með Swansea á síðasta tímabili.
Gylfi fagnar marki í leik með Swansea á síðasta tímabili. Nordic Photos / Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson mun mögulega spila sinn fyrsta deildarleik í búningi Tottenham á Sports Direct Arena í Newcastle.

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst þann 18. ágúst næstkomandi en Tottenham hafnaði í fjórða sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Eftir útileikinn gegn Newcastle koma tveir heimaleikir í röð hjá Tottenham - gegn West Brom og Norwich.

Gylfi mætir svo aftur á sinn gamla heimavöll þegar að Reading tekur á móti Tottenham þann 15. september. Gylfi hóf feril sinn hjá Reading sem keypti hann frá Breiðabliki þegar Gylfi var aðeins fimmtán ára gamall.

Reading seldi svo Gylfa til Hoffenheim árið 2010 eftir að kappinn hafði slegið í gegn í ensku B-deildinni. Hann var svo lánsmaður hjá Swansea á síðari hluta síðasta tímabils.

Tottenham mætir svo á Old Trafford í lok september en mætir ekki Swansea fyrr en 15. desember.

Tottenham tekur þátt í Evrópudeild UEFA á næsta tímabili en þarf ekki að taka þátt í forkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×