Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grindavík 0-3 Stefán Hirst Friðriksson í Víkinni skrifar 8. júlí 2012 18:40 Grindvíkingar komust í kvöld í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á heimamönnum í Víking. Pape Mamadou Faye, Alexander Magnússon og Ray Anthony Jónsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Það var blautt og kalt í Víkinni og leikurinn fór nokkuð hægt af stað í samræmi við það. Víkingar voru nálægt því að komast yfir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Hjalti Már Hauksson var kominn í dauðafæri en Óskar Pétursson í marki Grindavíkur sá við honum. Illa farið með gott færi. Leikurinn dofnaði aðeins á næstu mínútum en það voru gestirnir úr Grindavík sem náðu forystunni í leiknum á 33. mínútu. Þá fékk Pape Mamadou Faye boltann í teignum eftir stutta hornspyrnu og gat ekki annað en rennt boltanum í netið. Grindvíkingar voru nálægt því að auka við forystuna tíu mínútum síðar þegar Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett inn á teig heimamanna en gott skot hans endaði í stönginni fjær. Grindvík byrjaði síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og voru þeir búnir að bæta við forystuna á 47.mínútu. Þá átti Pape Mamadou Faye frábæran sprett upp vinstri kantinn og átti góða fyrirgjöf sem endaði fyrir fótum Alexanders Magnússonar sem hamraði boltanum í netið. Gestirnir því komnir með fulla stjórn á leiknum þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum. Víkingar voru nálægt því að minnka muninn á 69.mínútu en skalli Þorvaldar Sveins fór hárfínt framhjá markinu og gestirnir því ennþá með þægilega forystu í leiknum. Gestirnir úr Grindavík gerðu svo endanlega útum leikinn á 78.mínútu. Ray Anthony átti þá langskot sem söng í netinu. Glæsilegt mark. Leikurinn fjaraði út og Grindvíkingar uppskáru því nokkuð auðveldan 3-0 sigur á döpru liði heimamanna.Pape: Þarf fimm leiki til þess að vinna bikarinn „Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel en sem betur fer tókst okkur að skora í fyrri hálfleiknum og klára leikinn í kjölfarið. 3-0 sigur í bikarnum er bara mjög fínt," sagði Pape. Athygli vakti að Pape fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleiknum en hann vildi ekki meina að meiðslin væru of alvarleg. „Mjöðmin er eitthvað að stríða mér og er ekkert sem ég get gert í því. Ég er búinn að spila níutíu mínútur tvisvar núna á stuttum kafla og ég fann virkilega mikið til í mjöðminni," bætti Pape við. „Mér er alveg sama hverjum við mætum. Það væri ekkert leiðinlegt að fá Þrótt en annars er mér alveg sama. „Það þarf bara að vinna fimm leiki til þess að vinna bikarinn. Nú erum við einum leik frá úrslitaleiknum og þangað ætlum við að fara," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok. Guðjón: Stefnan sett á úrslitaleikinn „Við vissum að Víkingarnir myndu koma sterkir inn í leikinn. Við þurftum að halda haus og spila varnarleikinn vel. Leikurinn breytist svo gjörsamlega þegar við náum öðru markinu í seinni hálfleiknum. Þetta var í rauninni vinnuatriði eftir það að klára þennan leik, úrvinnsla af okkar hálfu,” sagði Guðjón. „Stefnan er að sjálfsögðu sett á úrslitaleikinn. Ég væri alveg til í að fá Þrótt í undanúrslitunum, það liggur í augum uppi. Við teljum okkur samt eiga fulla möguleika í öll liðin sem eru í pottinum," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Annað markið drepur leikinn „Ég er ósáttur eftir að við stjórnuðum öllum fyrri hálfleiknum en náum ekki að skapa okkur almennileg færi. Það var mjög dapurt að fara inn í hálfleikinn 1-0 undir eftir að hafa verið miklu betri," sagði Ólafur „Við ætluðum að reyna að leiðrétta það í síðari hálfleiknum en þeir skora á okkur strax í upphafi hálfleiksins þegar við erum ekki vaknaðir og það mark drepur leikinn," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Sjá meira
Grindvíkingar komust í kvöld í undanúrslit Borgunar-bikarsins eftir öruggan 3-0 sigur á heimamönnum í Víking. Pape Mamadou Faye, Alexander Magnússon og Ray Anthony Jónsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Það var blautt og kalt í Víkinni og leikurinn fór nokkuð hægt af stað í samræmi við það. Víkingar voru nálægt því að komast yfir þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Hjalti Már Hauksson var kominn í dauðafæri en Óskar Pétursson í marki Grindavíkur sá við honum. Illa farið með gott færi. Leikurinn dofnaði aðeins á næstu mínútum en það voru gestirnir úr Grindavík sem náðu forystunni í leiknum á 33. mínútu. Þá fékk Pape Mamadou Faye boltann í teignum eftir stutta hornspyrnu og gat ekki annað en rennt boltanum í netið. Grindvíkingar voru nálægt því að auka við forystuna tíu mínútum síðar þegar Magnús Björgvinsson átti frábæran sprett inn á teig heimamanna en gott skot hans endaði í stönginni fjær. Grindvík byrjaði síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og voru þeir búnir að bæta við forystuna á 47.mínútu. Þá átti Pape Mamadou Faye frábæran sprett upp vinstri kantinn og átti góða fyrirgjöf sem endaði fyrir fótum Alexanders Magnússonar sem hamraði boltanum í netið. Gestirnir því komnir með fulla stjórn á leiknum þegar stutt var liðið af síðari hálfleiknum. Víkingar voru nálægt því að minnka muninn á 69.mínútu en skalli Þorvaldar Sveins fór hárfínt framhjá markinu og gestirnir því ennþá með þægilega forystu í leiknum. Gestirnir úr Grindavík gerðu svo endanlega útum leikinn á 78.mínútu. Ray Anthony átti þá langskot sem söng í netinu. Glæsilegt mark. Leikurinn fjaraði út og Grindvíkingar uppskáru því nokkuð auðveldan 3-0 sigur á döpru liði heimamanna.Pape: Þarf fimm leiki til þess að vinna bikarinn „Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel en sem betur fer tókst okkur að skora í fyrri hálfleiknum og klára leikinn í kjölfarið. 3-0 sigur í bikarnum er bara mjög fínt," sagði Pape. Athygli vakti að Pape fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleiknum en hann vildi ekki meina að meiðslin væru of alvarleg. „Mjöðmin er eitthvað að stríða mér og er ekkert sem ég get gert í því. Ég er búinn að spila níutíu mínútur tvisvar núna á stuttum kafla og ég fann virkilega mikið til í mjöðminni," bætti Pape við. „Mér er alveg sama hverjum við mætum. Það væri ekkert leiðinlegt að fá Þrótt en annars er mér alveg sama. „Það þarf bara að vinna fimm leiki til þess að vinna bikarinn. Nú erum við einum leik frá úrslitaleiknum og þangað ætlum við að fara," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur í leikslok. Guðjón: Stefnan sett á úrslitaleikinn „Við vissum að Víkingarnir myndu koma sterkir inn í leikinn. Við þurftum að halda haus og spila varnarleikinn vel. Leikurinn breytist svo gjörsamlega þegar við náum öðru markinu í seinni hálfleiknum. Þetta var í rauninni vinnuatriði eftir það að klára þennan leik, úrvinnsla af okkar hálfu,” sagði Guðjón. „Stefnan er að sjálfsögðu sett á úrslitaleikinn. Ég væri alveg til í að fá Þrótt í undanúrslitunum, það liggur í augum uppi. Við teljum okkur samt eiga fulla möguleika í öll liðin sem eru í pottinum," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í leikslok.Ólafur: Annað markið drepur leikinn „Ég er ósáttur eftir að við stjórnuðum öllum fyrri hálfleiknum en náum ekki að skapa okkur almennileg færi. Það var mjög dapurt að fara inn í hálfleikinn 1-0 undir eftir að hafa verið miklu betri," sagði Ólafur „Við ætluðum að reyna að leiðrétta það í síðari hálfleiknum en þeir skora á okkur strax í upphafi hálfleiksins þegar við erum ekki vaknaðir og það mark drepur leikinn," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn