Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Fylkir 2-1 | Fögnuður í Fossvogi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. júní 2012 15:54 Mynd/Anton Víkingur, sem leikur í 1. deild, gerði sér lítið fyrir og sló efstudeildarlið Fylkis út úr Borgunarbikar karla í knattspyrnu með 2-1 sigri í Fossvoginum í kvöld. Sigurinn var verðskuldaður. Víkingar börðust eins og ljón og létu Fylki um að vera meira með boltann aftarlega á vellinum. Þegar Fylkir gerðu sig líklega í sóknarleiknum voru Víkingar þéttir fyrir og gáfu fá færi á sér. Það voru tveir 18 ára gamlir piltar sem skoruðu mörk Víkings. Agnar Darri Sverrisson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Aron Elís Þrándarson kom Víkingi í 2-0 á 63. mínútu. Fylkir minnkaði muninn þvert gegn gangi leiksins á 75. mínútu. Það var varamaðurinn Árni Freyr Guðnason sem gerði það með laglegu skoti eftir frábæran undirbúning Björgólfs Takefusa. Fylkir átti sláar skot seint í fyrri hálfleik og skot í stöng í seinn hálfleik en að öðru leyti ógnaði liðið lítið fram á við og má segja að leikskipulag Víkings hafi gengið fullkomlega upp. Víkingur mætti til leiks til að verjast og láta Fylki stjórna spilinu. Það fer Fylki ekki að stjórna spili og það nýttu heimamenn sér sem skoruðu tvö mörk í kjölfar fastra leikatriða. Víkingur hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Víkingur verður því í pottinum á morgun ásamt Þrótti Reykjavík og sex Pepsi-deildarfélögum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. Hjörtur: Kveikir vonandi í okkur„Ég er alveg í skýjunum með þennan sigur. Við höfum verið með ræpuna upp á bak í raunar í allt sumar. Þetta er kær komið og kveikir vonandi í okkur og gefur okkur smá spark í rassgatið fyrir deildina," sagði Hjörtur Júlíus Hjartarson framherji Víkings í leikslok sem lagði upp seinna mark Víkings þegar slök aukaspyrna hans fór undir varnarvegginn til Arons Elísar sem skoraðir. „Þetta var ömurleg aukaspyrna sem varð þessi fína sending og Aron kláraði þetta. Ég held ég taki ekki næstu aukaspyrnu. En við unnum fyrir þessu öllu saman. Aron er að hlaupa og er á tánum og þetta er ekki heppni eða óheppni. Þú vinnur fyrir þessu og hann var á réttum stað af því að hann var duglegur. „Við lágum til baka og tókum við þeim á miðjunni og leyfðum þeim að halda boltanum. Það var planið og þeir gerðu ekki neitt með boltann, sendu bara einhverjar 30 metra sendingar og við vorum ekki í neinum vandræðum. Þeir settu aðeins meiri pressu á okkur í seinni hálfleik en sköpuðu sér engin sérstök færi. Þeir voru meira með boltann sem var gefið. Mér fannst þetta sanngjarnt," sagði Hjörtur að lokum. Ásmundur: Vantaði baráttu„Við reyndum að búa okkur eins vel undir þennan leik og við gátum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við ætluðum að vera tilbúnir og leggja allt í þetta en engu að síður þá mætum við Víkingsliði sem var meira tilbúið í þetta, berjast meira en við og vinna flest návígi. Hlutirnir féllu því frekar með þeim. Þeir fengu tvö föst leikatriði sem þeir skora eftir en þetta fellur frekar með þeim sem leggja allt í þetta og það var Víkingur í kvöld," sagði Ásmundur Arnarson þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Það vantaði upp á baráttuna hjá mínum mönnum þrátt fyrir góðan hug og vilja og við ætluðum svo sannarlega að vera tilbúnir en þeir voru ofan á í því. „Við eigum skot í slá í fyrri hálfleik og stöngina í seinni hálfleik og eigum færi. Við náum ekki að opna þá mikið. Þeir verjast vel og við erum að reyna að halda boltanum og þurfum að stýra leiknum og það er oft erfitt að opna lið þegar þau falla svona niður þannig að eðlilega fáum við ekki mörg færi en við hefðum þurft að nýta þau sem við fengum til að jafna leikinn. „Það hefur hentað Fylki betur hingað til að láta andstæðinginn stjórna leiknum. Við stýrðum svo sem leiknum og héldum boltanum allt í lagi en við náðum ekki að skapa okkur nógu hættuleg færi til að skora en þó við fengum færi til að setja hann en það dugði ekki til," sagði Ásmundur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Víkingur, sem leikur í 1. deild, gerði sér lítið fyrir og sló efstudeildarlið Fylkis út úr Borgunarbikar karla í knattspyrnu með 2-1 sigri í Fossvoginum í kvöld. Sigurinn var verðskuldaður. Víkingar börðust eins og ljón og létu Fylki um að vera meira með boltann aftarlega á vellinum. Þegar Fylkir gerðu sig líklega í sóknarleiknum voru Víkingar þéttir fyrir og gáfu fá færi á sér. Það voru tveir 18 ára gamlir piltar sem skoruðu mörk Víkings. Agnar Darri Sverrisson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Aron Elís Þrándarson kom Víkingi í 2-0 á 63. mínútu. Fylkir minnkaði muninn þvert gegn gangi leiksins á 75. mínútu. Það var varamaðurinn Árni Freyr Guðnason sem gerði það með laglegu skoti eftir frábæran undirbúning Björgólfs Takefusa. Fylkir átti sláar skot seint í fyrri hálfleik og skot í stöng í seinn hálfleik en að öðru leyti ógnaði liðið lítið fram á við og má segja að leikskipulag Víkings hafi gengið fullkomlega upp. Víkingur mætti til leiks til að verjast og láta Fylki stjórna spilinu. Það fer Fylki ekki að stjórna spili og það nýttu heimamenn sér sem skoruðu tvö mörk í kjölfar fastra leikatriða. Víkingur hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Víkingur verður því í pottinum á morgun ásamt Þrótti Reykjavík og sex Pepsi-deildarfélögum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. Hjörtur: Kveikir vonandi í okkur„Ég er alveg í skýjunum með þennan sigur. Við höfum verið með ræpuna upp á bak í raunar í allt sumar. Þetta er kær komið og kveikir vonandi í okkur og gefur okkur smá spark í rassgatið fyrir deildina," sagði Hjörtur Júlíus Hjartarson framherji Víkings í leikslok sem lagði upp seinna mark Víkings þegar slök aukaspyrna hans fór undir varnarvegginn til Arons Elísar sem skoraðir. „Þetta var ömurleg aukaspyrna sem varð þessi fína sending og Aron kláraði þetta. Ég held ég taki ekki næstu aukaspyrnu. En við unnum fyrir þessu öllu saman. Aron er að hlaupa og er á tánum og þetta er ekki heppni eða óheppni. Þú vinnur fyrir þessu og hann var á réttum stað af því að hann var duglegur. „Við lágum til baka og tókum við þeim á miðjunni og leyfðum þeim að halda boltanum. Það var planið og þeir gerðu ekki neitt með boltann, sendu bara einhverjar 30 metra sendingar og við vorum ekki í neinum vandræðum. Þeir settu aðeins meiri pressu á okkur í seinni hálfleik en sköpuðu sér engin sérstök færi. Þeir voru meira með boltann sem var gefið. Mér fannst þetta sanngjarnt," sagði Hjörtur að lokum. Ásmundur: Vantaði baráttu„Við reyndum að búa okkur eins vel undir þennan leik og við gátum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við ætluðum að vera tilbúnir og leggja allt í þetta en engu að síður þá mætum við Víkingsliði sem var meira tilbúið í þetta, berjast meira en við og vinna flest návígi. Hlutirnir féllu því frekar með þeim. Þeir fengu tvö föst leikatriði sem þeir skora eftir en þetta fellur frekar með þeim sem leggja allt í þetta og það var Víkingur í kvöld," sagði Ásmundur Arnarson þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Það vantaði upp á baráttuna hjá mínum mönnum þrátt fyrir góðan hug og vilja og við ætluðum svo sannarlega að vera tilbúnir en þeir voru ofan á í því. „Við eigum skot í slá í fyrri hálfleik og stöngina í seinni hálfleik og eigum færi. Við náum ekki að opna þá mikið. Þeir verjast vel og við erum að reyna að halda boltanum og þurfum að stýra leiknum og það er oft erfitt að opna lið þegar þau falla svona niður þannig að eðlilega fáum við ekki mörg færi en við hefðum þurft að nýta þau sem við fengum til að jafna leikinn. „Það hefur hentað Fylki betur hingað til að láta andstæðinginn stjórna leiknum. Við stýrðum svo sem leiknum og héldum boltanum allt í lagi en við náðum ekki að skapa okkur nógu hættuleg færi til að skora en þó við fengum færi til að setja hann en það dugði ekki til," sagði Ásmundur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira