Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 2-2 Helgi Þór Guðmundsson í Grindavík skrifar 2. júní 2012 00:01 Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur. Skagamenn eru enn í toppsæti Pepsideildarinnar eftir 2-2 jafntefli í Grindavík í dag. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum en Skagamenn vöknuðu til lífsins undir lok seinni hálfleiks eftir að hafa lent undir 1-0 og náðu að jafna rétt fyrir hlé. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum framan af en svo tóku Skagamenn völdin þegar leið á og voru nálægt því að taka stigin þrjú undir lokin. Grindvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks og voru mun betri aðilinn framan af fyrri hálfleik. Þeir uppskáru svo mark á 34. mínútu þegar Tomi Ameobi fékk boltann í miðjum teig Skagamanna eftir langt innkast, Hann tók boltann laglega á bringuna og klippti hann í netið, óverjandi fyrir Pál Gísla í marki Skagamanna. Eftir markið vöknuðu skagamenn til lífsinns og unnu sig inn í leikinn jafnt og þétt. Á síðustu mínútu hálfleiksins náðu þeir svo að jafna leikinn þegar Jón Vilhelm Ákason skallaði boltann í netið eftir að Ármann Smári hafði skallað aukaspyrnu Jóhannesar Karls til hans. Bæði lið mættu ákveðin til leiks í seinni hálfleik og var nokkuð jafnræði með liðunum framan af hálfleiknum. Grindvíkingar náðu svo að skora á 63. mínútu eftir að Tomi Ameobi fékk boltann við miðju og rauk af stað upp völlinn. Sóknin virtist svo vera að renna út í sandinn þegar boltinn barst á Ray Anthony Jónsson sem átti glæsilega fyrirgjöf á kollinn á varamanninum Pape Mamadou Faye sem stýrði boltanum í fjær hornið. Það sem eftir lifði leiks voru Skagamenn betri aðilinn og þeir fengu dauðafæri þegar Gary Martin komst einn gegn Óskari en lét verja frá sér. Sóknartilburðir Skagamanna báru svo loks árangur á 85. mínútu þegar boltinn barst út úr teignum fyrir fætur Mark Doningar sem skaut boltanum gegnum þvöguna í fjærhornið framhjá Óskari í markinu. Skagamenn voru svo sterkari aðilinn það sem eftir lifði og voru í tvígang nærri því að skora. Fyrst þegar Jón Vilhelm átti þrumuskot sem Óskar varði með miklum tilþrifum. Á lokaandartökum leiksins bjargaði svo Ólafur Örn Bjarnason á línu eftir að Óskar hafði kýlt boltann út úr teignum fyrir fætur Ármanns Smára sem skaut að marki en Ólafur las þetta vel og var kominn niður á línu og bjargaði vel. Mikið batamerki var á leik Grindvíkinga í þessum leik frá því sem verið hefur og líklegt að fyrsti sigur þeirra sé á næsta leiti ef þeir ná að halda þessu áfram. Annars heilt yfir nokkuð sanngjörn úrslit þó svo að bæði lið hafi eflaust viljað fá meira út úr leiknum.Guðjón:Áhyggjuefni að missa niður forskot "Ég held að mörgu leyti höfum við verið nálægt því að taka öll 3 stigin, en því miður náðum við ekki að halda haus og þeir ná að jafna þarna í restina. Það má kannski segja að mörg færi hafi verið betri færi en það sem þeir ná að skora úr jöfnunarmarkið, þetta er aukaspyrna sem dettur út og hann hálfpartinn "kingsar" hann í jörðina og í gegnum kösina og svo lekur hann í fjærhornið. Þannig að ég var svolítið súr að fá þetta mark á mig, en maður hefur svo sem þurft að þola mörg vonbrigðin í gegnum þetta en mér fannst strákarnir eiga hrós skilið fyrir sinn leik í dag," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur. "Við ætluðum okkur að vinna leikinn. Við tókum tvisvar forystuna og það voru hugsanlega tilraunir og færi sem við hefðum getað gert betur úr. Það má aftur kannski segja að Óskar hafi gert mjög vel eftir að Gary Martin fór í gegn en Óskar varði frá honum. Það var lang lang besta færi Skagamanna í venjulegu spili og eiginlega eina opna færið sem þeir fengu. "Auðvitað er það áhyggjuefni að tapa niður forystu í leikjum, við höfum náð forystu í leikjum við náðum góðri forystu á móti Fram, við náðum forystu á móti Stjörnunni. En það sem er að gerast hérna í dag er þessi karakter og þessi vinna og barátta allar 90 plús mínúturnar og það er jákvætt og eitthvað til að byggja á. Það er alveg klárt að ef menn halda áfram á þessum nótum þá eigum við eftir að vinna marga leiki," sagði Guðjón aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni hvað liðið hefur oft tapað niður forystu í sumar. "Það er alltaf sérstaklega gaman að mæta Skaganum en í sjálfu sér fyrir mig er þetta fyrst og fremst að vinna fyrsta leikinn og það munaði litlu og við höldum bara áfram á sömu braut."Þórður: Vorum hálfgerðar pissudúkkur "Grindvíkingar komu okkur í raun og veru ekkert á óvart, mér fannst við bara ekki klárir í fyrri hálfleik það var vandamálið. Það vantaði að taka þá á baráttunni, þeir sýndu meiri vilja en við í fyrri hálfleik við vorum að leyfa þeim að stíga fast inn í okkur og vorum hálfgerðar pissudúkkur. Það lagaðist svo í seinni hálleik." sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA. "Ég lagði upp með að vinna leikinn og í fyrri hálfleik vorum við bara lélegir það er ekkert flókið. En í seinni hálfleik áttum við að hirða öll þrjú stigin. Það varð tvímælalaust kjaftshögg fyrir okkur að fá á okkur annað markið. Við einmitt töluðum um það í hálfleik það sem þeir voru að reyna, það er að koma boltanum á blindu hliðina á bakvörðunum og það tókst hjá þeim í byrjum seinni hálfleiks, við töluðum um þetta í hálfleik en vorum bara ekki tilbúnir í byrjun seinni en eftir það á Grindavík ekki breik í leiknum. "Eftir að við jöfnum þá vorum við óheppnir að fá ekki sigurmarkið, við fáum þrjú góð færi og markmaðurinn ver einu sinni eða tvisvar mjög vel frá okkur hérna í lokin og miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist þá er maður náttúrulega fúll að fá ekki 3 stig. En ég held að ef horft er á leikinn í heild þá er jafntefli bara sanngjarnt fyrir bæði lið.Jóhannes Karl: Jafntefli ekki ósanngjörn úrslit "Við vissum að þeir myndu koma hérna út alveg grenjandi vitlausir. Það er náttúrulega ekki búið að ganga sem skildi hjá þeim, þannig að við vissum að þetta yrði hörkuleikur. Kannski ekki besti fótboltinn, svolítið rok og mikið um langar sendingar en Grindvíkingarnir komu okkur ekkert á óvart. Við vissum hvað þeir myndu gera, eru náttúrlega með mjög sterkan mann frammi í Tomi Ameobi sem gerir mjög vel í markinu. við hefðum kannski getað komið í veg fyrir það, þetta var svolítill klaufagangur í okkur. "En þeir settu mikla pressu á okkur í fyrri hálfleik og það sama mundi ég segja um okkur í þeim síðari þegar vindurinn var með okkur. Þá settum við miklu meiri pressu á Grindvíkingana og kannski eina færið sem þeir fá í seinni hálfleik er þetta mark sem þeir skora, sem var líka mjög auðvelt fyrir okkur að verjast," sagði Jóhannes. Aðspurður um hvort það hafi verið farið að fara um Skagamenn þegar 5 mínútur voru eftir og þeir einu marki undir svaraði Jóhannes, "Nei, við náttúrulega höfum trú á því sem við erum að gera og við sköpum okkur færi. Gary Martin fékk frábært færi rétt fyrir framan markið og náði ekki að skora þá, svo fær Doninger annað færi og svo er bjargað á línu. Svona í seinni hálfleik hefðum við kannski átt skilið að fara með öll 3 stigin en svona heilt yfir er jafntefli kannski ekkert ósanngjörn úrslit. "Við komum á útivöll með það í huga að ná í einhver stig og eitt stig hér á erfiðum útivelli er bara gott fyrir okkur. Við erum ennþá taplausir og ennþá á toppnum, þannig að við höldum bara áfrm og sjáum hvernig þetta heldur áfram hjá okkur." "Mér finnst þetta bara mögnuð deild og skemmtileg og gaman að vera í henni. Fullt af góðum liðum, það er hörku barátta og mikið af góðum leikmönnum líka, skoruð mörk og þetta bara byrjar skemmtilega fyrir mig persónulega," sagði Jóhannes um það að vera kominn heima til Íslands að spila. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Skagamenn eru enn í toppsæti Pepsideildarinnar eftir 2-2 jafntefli í Grindavík í dag. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum en Skagamenn vöknuðu til lífsins undir lok seinni hálfleiks eftir að hafa lent undir 1-0 og náðu að jafna rétt fyrir hlé. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum framan af en svo tóku Skagamenn völdin þegar leið á og voru nálægt því að taka stigin þrjú undir lokin. Grindvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks og voru mun betri aðilinn framan af fyrri hálfleik. Þeir uppskáru svo mark á 34. mínútu þegar Tomi Ameobi fékk boltann í miðjum teig Skagamanna eftir langt innkast, Hann tók boltann laglega á bringuna og klippti hann í netið, óverjandi fyrir Pál Gísla í marki Skagamanna. Eftir markið vöknuðu skagamenn til lífsinns og unnu sig inn í leikinn jafnt og þétt. Á síðustu mínútu hálfleiksins náðu þeir svo að jafna leikinn þegar Jón Vilhelm Ákason skallaði boltann í netið eftir að Ármann Smári hafði skallað aukaspyrnu Jóhannesar Karls til hans. Bæði lið mættu ákveðin til leiks í seinni hálfleik og var nokkuð jafnræði með liðunum framan af hálfleiknum. Grindvíkingar náðu svo að skora á 63. mínútu eftir að Tomi Ameobi fékk boltann við miðju og rauk af stað upp völlinn. Sóknin virtist svo vera að renna út í sandinn þegar boltinn barst á Ray Anthony Jónsson sem átti glæsilega fyrirgjöf á kollinn á varamanninum Pape Mamadou Faye sem stýrði boltanum í fjær hornið. Það sem eftir lifði leiks voru Skagamenn betri aðilinn og þeir fengu dauðafæri þegar Gary Martin komst einn gegn Óskari en lét verja frá sér. Sóknartilburðir Skagamanna báru svo loks árangur á 85. mínútu þegar boltinn barst út úr teignum fyrir fætur Mark Doningar sem skaut boltanum gegnum þvöguna í fjærhornið framhjá Óskari í markinu. Skagamenn voru svo sterkari aðilinn það sem eftir lifði og voru í tvígang nærri því að skora. Fyrst þegar Jón Vilhelm átti þrumuskot sem Óskar varði með miklum tilþrifum. Á lokaandartökum leiksins bjargaði svo Ólafur Örn Bjarnason á línu eftir að Óskar hafði kýlt boltann út úr teignum fyrir fætur Ármanns Smára sem skaut að marki en Ólafur las þetta vel og var kominn niður á línu og bjargaði vel. Mikið batamerki var á leik Grindvíkinga í þessum leik frá því sem verið hefur og líklegt að fyrsti sigur þeirra sé á næsta leiti ef þeir ná að halda þessu áfram. Annars heilt yfir nokkuð sanngjörn úrslit þó svo að bæði lið hafi eflaust viljað fá meira út úr leiknum.Guðjón:Áhyggjuefni að missa niður forskot "Ég held að mörgu leyti höfum við verið nálægt því að taka öll 3 stigin, en því miður náðum við ekki að halda haus og þeir ná að jafna þarna í restina. Það má kannski segja að mörg færi hafi verið betri færi en það sem þeir ná að skora úr jöfnunarmarkið, þetta er aukaspyrna sem dettur út og hann hálfpartinn "kingsar" hann í jörðina og í gegnum kösina og svo lekur hann í fjærhornið. Þannig að ég var svolítið súr að fá þetta mark á mig, en maður hefur svo sem þurft að þola mörg vonbrigðin í gegnum þetta en mér fannst strákarnir eiga hrós skilið fyrir sinn leik í dag," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur. "Við ætluðum okkur að vinna leikinn. Við tókum tvisvar forystuna og það voru hugsanlega tilraunir og færi sem við hefðum getað gert betur úr. Það má aftur kannski segja að Óskar hafi gert mjög vel eftir að Gary Martin fór í gegn en Óskar varði frá honum. Það var lang lang besta færi Skagamanna í venjulegu spili og eiginlega eina opna færið sem þeir fengu. "Auðvitað er það áhyggjuefni að tapa niður forystu í leikjum, við höfum náð forystu í leikjum við náðum góðri forystu á móti Fram, við náðum forystu á móti Stjörnunni. En það sem er að gerast hérna í dag er þessi karakter og þessi vinna og barátta allar 90 plús mínúturnar og það er jákvætt og eitthvað til að byggja á. Það er alveg klárt að ef menn halda áfram á þessum nótum þá eigum við eftir að vinna marga leiki," sagði Guðjón aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni hvað liðið hefur oft tapað niður forystu í sumar. "Það er alltaf sérstaklega gaman að mæta Skaganum en í sjálfu sér fyrir mig er þetta fyrst og fremst að vinna fyrsta leikinn og það munaði litlu og við höldum bara áfram á sömu braut."Þórður: Vorum hálfgerðar pissudúkkur "Grindvíkingar komu okkur í raun og veru ekkert á óvart, mér fannst við bara ekki klárir í fyrri hálfleik það var vandamálið. Það vantaði að taka þá á baráttunni, þeir sýndu meiri vilja en við í fyrri hálfleik við vorum að leyfa þeim að stíga fast inn í okkur og vorum hálfgerðar pissudúkkur. Það lagaðist svo í seinni hálleik." sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA. "Ég lagði upp með að vinna leikinn og í fyrri hálfleik vorum við bara lélegir það er ekkert flókið. En í seinni hálfleik áttum við að hirða öll þrjú stigin. Það varð tvímælalaust kjaftshögg fyrir okkur að fá á okkur annað markið. Við einmitt töluðum um það í hálfleik það sem þeir voru að reyna, það er að koma boltanum á blindu hliðina á bakvörðunum og það tókst hjá þeim í byrjum seinni hálfleiks, við töluðum um þetta í hálfleik en vorum bara ekki tilbúnir í byrjun seinni en eftir það á Grindavík ekki breik í leiknum. "Eftir að við jöfnum þá vorum við óheppnir að fá ekki sigurmarkið, við fáum þrjú góð færi og markmaðurinn ver einu sinni eða tvisvar mjög vel frá okkur hérna í lokin og miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist þá er maður náttúrulega fúll að fá ekki 3 stig. En ég held að ef horft er á leikinn í heild þá er jafntefli bara sanngjarnt fyrir bæði lið.Jóhannes Karl: Jafntefli ekki ósanngjörn úrslit "Við vissum að þeir myndu koma hérna út alveg grenjandi vitlausir. Það er náttúrulega ekki búið að ganga sem skildi hjá þeim, þannig að við vissum að þetta yrði hörkuleikur. Kannski ekki besti fótboltinn, svolítið rok og mikið um langar sendingar en Grindvíkingarnir komu okkur ekkert á óvart. Við vissum hvað þeir myndu gera, eru náttúrlega með mjög sterkan mann frammi í Tomi Ameobi sem gerir mjög vel í markinu. við hefðum kannski getað komið í veg fyrir það, þetta var svolítill klaufagangur í okkur. "En þeir settu mikla pressu á okkur í fyrri hálfleik og það sama mundi ég segja um okkur í þeim síðari þegar vindurinn var með okkur. Þá settum við miklu meiri pressu á Grindvíkingana og kannski eina færið sem þeir fá í seinni hálfleik er þetta mark sem þeir skora, sem var líka mjög auðvelt fyrir okkur að verjast," sagði Jóhannes. Aðspurður um hvort það hafi verið farið að fara um Skagamenn þegar 5 mínútur voru eftir og þeir einu marki undir svaraði Jóhannes, "Nei, við náttúrulega höfum trú á því sem við erum að gera og við sköpum okkur færi. Gary Martin fékk frábært færi rétt fyrir framan markið og náði ekki að skora þá, svo fær Doninger annað færi og svo er bjargað á línu. Svona í seinni hálfleik hefðum við kannski átt skilið að fara með öll 3 stigin en svona heilt yfir er jafntefli kannski ekkert ósanngjörn úrslit. "Við komum á útivöll með það í huga að ná í einhver stig og eitt stig hér á erfiðum útivelli er bara gott fyrir okkur. Við erum ennþá taplausir og ennþá á toppnum, þannig að við höldum bara áfrm og sjáum hvernig þetta heldur áfram hjá okkur." "Mér finnst þetta bara mögnuð deild og skemmtileg og gaman að vera í henni. Fullt af góðum liðum, það er hörku barátta og mikið af góðum leikmönnum líka, skoruð mörk og þetta bara byrjar skemmtilega fyrir mig persónulega," sagði Jóhannes um það að vera kominn heima til Íslands að spila.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira