Erlent

Bað áhorfendur um að "googla" lítt þekktan Breta

Leikarinn Peter Dinklage lauk þakkarræðu sinni á Golden Globe-hátíðinni í gær með því að biðja áhorfendur um að „googla" mann að nafni Martin Henderson. Fjöldi fólks gerði það og er Henderson nú eitt vinsælasta efnisorðið á samskiptasíðunni Twitter.

Henderson er 37 ára gamall dvergur frá Bretlandi. Í október á síðasta ári varð hann fyrir árás í bænum Wincanton. Ölvaður maður veittist að honum og fleygði honum á jörðina. Henderson hlaut varanlegan mænuskaða eftir að hafa lent á malbikinu.

Henderson segir að keppni í dvergakasti fyrr um daginn hafi leitt til árásarinnar. Keppnin var harðlega gagnrýnd í Bretlandi en hún haldin samhliða heimsmeistarakeppninni í rúgbý sem haldin var í Nýja-Sjálandi. Meðlimir enska landsliðsins tóku þátt í dvergakastinu.

Henderson hlaut mænuskaða eftir að hafa verið kastað.
Líkt og Dinklage er Henderson leikari. Henderson segir að árásin hafi bundið enda á feril sinn.

Dinklage hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Hann notaði því tækifærið til að vekja athygli á máli Hendersons.

Hægt er að sjá þakkarræðu Dinklage hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×