Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - FH 0-1 | Guðmann hetja FH Stefán Árni Pálsson á Grindavíkurvelli skrifar 22. júlí 2012 00:01 FH-ingar unnu sannkallaðan vinnusigur, 1-0, gegn Grindvíkingum í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram suður með sjó. Það var Guðmann Þórisson sem skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkra mínútna leik. Gestirnir frá Hafnafirði voru ekki lengi að skora fyrsta markið í Grindavík en Guðmann Þórisson, leikmaður FH, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Grindvíkingar litu vægast sagt illa út í varnarvinnslu sinni í hornspyrnunni og menn voru einfaldlega ekki með hugann á réttum stað. Leikurinn var nokkuð rólegur það sem eftir lifði hálfleiksins og var því staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki uppá marga fiska og liðin voru bæði í vandræðum með að setja mark sitt á leikinn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í lokin og pressuðu nokkuð stíft. Liðið náði aftur á móti ekki að skapa sér færi og því fór sem fór. Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar brotið var á Ólafi Erni Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur, á vítateigslínunni. Magnús Þórisson dæmi aukaspyrnu en leikmenn og áhorfendur Grindvíkinga vildu fá vítaspyrnu. FH-ingar því með mikilvægan sigur og eru komnir upp að hlið KR-inga með 24 stig í deildinni en Grindvíkingar eru sem fyrr í neðsta sætinu með sex stig. Heimir: Ánægður með stigin þrjú en ekki endilega spilamennskuna„Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn þrátt fyrir að liðið hafi alveg spilað betur áður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við duttum alltof langt niður þegar við komust yfir en Grindvíkingar eru með það skipulagt lið að menn verða að halda einbeitingu allan tímann." „Ég er bara virkilega ánægður með að hafa landað þessum þremur stigum, það er það mikilvægasta." „Liðið virkaði ekki þreytt þrátt fyrir álag og það gleður mig," sagði Heimir Guðjónsson, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Bjarki: Ég er í toppstandi og hef gríðarlega gaman af þessu„Það voru kannski ekki mikil gæði í þessum leik hjá okkur, menn voru kannski þreyttir eftir Evrópuleikinn," sagði hin síungi Bjarki Gunnlaugsson, eftir sigurinn í kvöld. „1-0 sigur er bara gott og það skilar okkur þremur stigum. Það kom smá titringur í sóknarleik okkar eftir að liðið komst yfir og við náðum ekki að setja annað markið." „Það eru komnir ár og dagar síðan ég spilaði svona marga leiki í röð. Ég á þetta samt inni þar sem ég hef nánast verið meiddur allan minn ferill." „Skrokkurinn er fínn og ég er tilbúinn í næsta leik á fimmtudaginn, síðan er annar á sunnudaginn næsta. Þetta er bara svo gaman og ég held bara áfram."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
FH-ingar unnu sannkallaðan vinnusigur, 1-0, gegn Grindvíkingum í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram suður með sjó. Það var Guðmann Þórisson sem skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkra mínútna leik. Gestirnir frá Hafnafirði voru ekki lengi að skora fyrsta markið í Grindavík en Guðmann Þórisson, leikmaður FH, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Grindvíkingar litu vægast sagt illa út í varnarvinnslu sinni í hornspyrnunni og menn voru einfaldlega ekki með hugann á réttum stað. Leikurinn var nokkuð rólegur það sem eftir lifði hálfleiksins og var því staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki uppá marga fiska og liðin voru bæði í vandræðum með að setja mark sitt á leikinn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í lokin og pressuðu nokkuð stíft. Liðið náði aftur á móti ekki að skapa sér færi og því fór sem fór. Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar brotið var á Ólafi Erni Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur, á vítateigslínunni. Magnús Þórisson dæmi aukaspyrnu en leikmenn og áhorfendur Grindvíkinga vildu fá vítaspyrnu. FH-ingar því með mikilvægan sigur og eru komnir upp að hlið KR-inga með 24 stig í deildinni en Grindvíkingar eru sem fyrr í neðsta sætinu með sex stig. Heimir: Ánægður með stigin þrjú en ekki endilega spilamennskuna„Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn þrátt fyrir að liðið hafi alveg spilað betur áður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við duttum alltof langt niður þegar við komust yfir en Grindvíkingar eru með það skipulagt lið að menn verða að halda einbeitingu allan tímann." „Ég er bara virkilega ánægður með að hafa landað þessum þremur stigum, það er það mikilvægasta." „Liðið virkaði ekki þreytt þrátt fyrir álag og það gleður mig," sagði Heimir Guðjónsson, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Bjarki: Ég er í toppstandi og hef gríðarlega gaman af þessu„Það voru kannski ekki mikil gæði í þessum leik hjá okkur, menn voru kannski þreyttir eftir Evrópuleikinn," sagði hin síungi Bjarki Gunnlaugsson, eftir sigurinn í kvöld. „1-0 sigur er bara gott og það skilar okkur þremur stigum. Það kom smá titringur í sóknarleik okkar eftir að liðið komst yfir og við náðum ekki að setja annað markið." „Það eru komnir ár og dagar síðan ég spilaði svona marga leiki í röð. Ég á þetta samt inni þar sem ég hef nánast verið meiddur allan minn ferill." „Skrokkurinn er fínn og ég er tilbúinn í næsta leik á fimmtudaginn, síðan er annar á sunnudaginn næsta. Þetta er bara svo gaman og ég held bara áfram."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira