Enski boltinn

Gerrard og Suarez fóru ekki með til Moskvu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard og Luis Suarez.
Steven Gerrard og Luis Suarez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, og Luis Suarez, markahæsti leikmaður Liverpool, verða fjarri góðu gamni þegar liðið mætir Anzhi Makhachkala í Evrópudeildinni á morgun. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ákvað að leyfa þeim að vera eftir í Bítlaborginni og sleppa við langt ferðalag til Moskvu.

Það eru fleiri reynslumeiri leikmenn sem sitja eftir heima því Joe Allen, Nuri Sahin, Daniel Agger, Jose Reina, Glen Johnson, Raheem Sterling og Jose Enrique verða heldur ekki með og safna þess í stað kröftum fyrir leikinn á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Það verður því varalið Liverpool sem fær að reyna sig á Lokomotiv-leikvanginum í Moskvu á morgun. Liverpool er í efsta sæti riðilsins með tveggja stiga forskot á Anzhi og Udinese þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Liverpool vann 1-0 sigur á Anzhi á Anfield í síðustu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×