Enski boltinn

Mancini: Sagði strákunum að fara heim og fá sér í glas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn hafi ekki átt skilið að tapa fyrir United í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

United vann 2-1 sigur og skoraði Wayne Rooney sigurmarkið úr bakallsspyrnu þegar skammt var til leiksloka.

Mancini hefur áður sagt að bilið á milli liðanna sé sífellt að minnka.

„Ég sagði strákunum eftir leik að fara heim og fá sér í glas," sagði Mancini í viðtali við The Mirror.

„Úrslit leiksins eiga að vera þeim vonbrigði en ekki frammistaða þeirra inn á vellinum. Við erum núna mjög nálægt United, mjög nálægt."

„Ég hef nú tekið þátt í fimm leikjum þessara liða og áttum við ekki skilið að vinna leikinn í aðeins eitt skiptið."

„Svo gerist það aftur nú að við áttum ekki skilið að tapa leiknum. En United er aðeins hársbreidd á undan okkur og öðrum liðum. Það munar ekki miklu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×