Enski boltinn

Houllier stjórnar ekki fleiri leikjum á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gérard Houllier, stjóri Aston Villa fagnar sigri með Ashley Young.
Gérard Houllier, stjóri Aston Villa fagnar sigri með Ashley Young. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gérard Houllier, stjóri Aston Villa, þarf að taka sér frí út tímabilið en hann var fluttur á sjúkrahús á miðvikudagskvöldið með verki fyrir brjósti. Gary McAllister mun stjórna liði Aston Villa í síðustu fimm leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Houllier er enn í rannsóknum á Queen Elizabeth spítalanum í Birmingham en hann er orðinn 63 ára gamall. Houllier var einnig í vandræðum með heilsuna þegar hann var stjóri Liverpool á sínum tíma. Hann þurfti þá meðal annars að fara í 11 tíma hjartaaðgerð eftir að hafa veikst í miðjum leik á Anfield í október 2011.

Læknar eru ekki tilbúnir að gefa það út hverjar batahorfurnar eru hjá franska stjóranaum fyrr en að þeir hafa lokið öllum rannsóknum. Það er líklegt að hann verða á spítalanum næstu dagana enda hefur Aston Villa lagt áherslu á það að stjórinn fái allan þann tíma sem hann þarf til þess að koma sér aftur á fætur.

Houllier tók við liði Aston Villa í september, það gekk ekki vel framan af, liðið var í fallbaráttuslagnum um tíma en hefur náð að hækka sig upp í tíunda sæti eftir gott gengi undanfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×