Enski boltinn

Jafnt hjá Leeds og Reading

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Leeds voru svekktir í kvöld.Ja
Leikmenn Leeds voru svekktir í kvöld.Ja
Leeds United varð í kvöld af mikilvægum stigum í baráttunni um að komast í umspil ensku B-deildarinnar í knattspyrnu. Liðið gerði þá markalaust jafntefli við Íslendingaliðið Reading.

Leeds er í sjöunda sæti deildarinnar, eða einu sæti frá umspilssæti, með 66 stig. Nott. Forest er í sjötta sætinu einnig með 66 stig en betri markatölu.

Reading er aftur á móti í fjórða sæti með 73 stig og fer væntanlega í umspilið.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru ekki í leikmannahópi Reading í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×