Enski boltinn

Grant réð ekki við sig og hélt upp á afmælið í spilavíti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Avram Grant.
Avram Grant.

Avram Grant, stjóri West Ham, varð 56 ára á sunnudag og fékk tap í afmælisgjöf frá lærisveinum sínum. Með tapinu fylgdi botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Grant sagði eftir leikinn að ekki kæmi til greina að fagna afmælinu sínu á svona degi. Honum tókst ekki alveg að standa við það.

Hann var nefnilega gripinn glóðvolgur á leið út úr spilavíti klukkan 3 aðfararnótt mánudagsins. Hann hafði þá verið að skemmta sér í talsverðan tíma í spilavítinu.

"Ég er ekki ánægður og búinn að fresta afmælinu. Það er ekki hægt að fagna á svona degi. Liðið skiptir öllu máli og ég get ekki farið að skemmta mér þegar liðið er í vandræðum," sagði Grant en fjölmiðlar velta honum upp úr þessum ummælum í dag enda rúllaði hann út af spilavítinu 12 tímum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×