Enski boltinn

Heiðar allan tímann á bekknum í jafntefli QPR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Heiðar Helguson fékk ekki að spila þegar Queens Park Rangers gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Nottingham Forest í ensku b-deildinni í dag. Queens Park Rangers er eftir leikinn með sex stiga forskot á Cardiff á toppi deildarinnar.

QPR lék manni fleira í 67 mínútur í leiknum en tókst ekki að nýta sér það til að styrkja stöðu sína á toppnum. Stigið nægði hinsvegar Nottingham Forest til að komast upp í fjórða sæti deildarinnar.

Tommy Smith kom QPR í 1-0 á 16. mínútu og Nottingham Forest missti síðan Radoslaw Majewski af velli með rautt spjald á 23. mínútu. David McGoldrick tókst þrátt fyrir það að jafna leikinn aðeins þremur mínútum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×