Enski boltinn

Liverpool slátraði Birmingham - Maxi með þrennu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maxi Rodriguez gerði þrennu fyrir Liverpool í dag. Mynd. / Getty Images
Maxi Rodriguez gerði þrennu fyrir Liverpool í dag. Mynd. / Getty Images
Liverpool sýndi líklega sinn besta leik á tímabilinu í dag þegar þeir gjörsamlega völtuðu fyrir Birmingham, 5-0, á Anfield. Maxi Rodriguez skoraði þrennu fyrir þá rauðklæddu, en Dirk Kuyt og Joe Cole skoruðu sitt markið hvor.

Það verður að segjast að með tilkomu Suarez í janúar gjörbreytist spilamennska Liverpool og greinilegt að um mikinn happafeng að ræða. Liverpool er nú í sjötta sæti deildarinnar með 52 stig aðeins þremur stigum á eftir Tottenham.

Sunderland vann góðan sigur, 4-2,  gegn Wigan í miklum markaleik á Leikvangi Ljósins. Asamoah Gyan og Stephane Sessegnon skoruðu sitt markið hvor fyrir Sunderland en Jordan Henderson skoraði tvö mörk fyrir Sunderland.  Sunderland er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, en Wigan er sem fyrr í fallsæti með 34 stig.

Wolves og Fulham gerðu 1-1 jafntefli þar sem Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliðinu og þótti standa sig ágætlega, en Eiður Smári var tekin af velli á 70.mínútu leiksins og nokkrum andartökum síðar jafnaði Fulham metin.

Tottenham og WBA gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik á White Hart lane þar sem WBA náði að tryggja sér stig tíu mínútum fyrir leikslok. Tottenham berst fyrir sæti í Meistaradeild Evrópu og því verða þetta að teljast heldur slæmt úrslit.

Úrslit dagsins:

Aston Villa  1 - 1  Stoke C.

Blackpool  1 - 1  Newcastle U.

Liverpool  5 - 0  Birmingham C.

Sunderland  4 - 2  Wigan Athletic

Tottenham H.  2 - 2  West Bromwich A.

Wolverhampton W.  1 - 1  Fulham





Fylgst var með gangi mála í leikjum dagsins hér á að neðan.

Aston Villa-Stoke City



Blackpool-Newcastle United

Sunderland-Wigan



Tottenham-WBA



Wolves-Fulham






Fleiri fréttir

Sjá meira


×