Enski boltinn

Roy Hodgson tekur við WBA

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Roy Hodgson var í dag ráðinn knattspyrnustjóri West Bromwich Albion en hann var rekinn frá Liverpool fyrir um mánuði síðan.
Roy Hodgson var í dag ráðinn knattspyrnustjóri West Bromwich Albion en hann var rekinn frá Liverpool fyrir um mánuði síðan. Nordic Photos/Getty Images

Roy Hodgson var í dag ráðinn knattspyrnustjóri West Bromwich Albion en hann var rekinn frá Liverpool fyrir um mánuði síðan. Ráðning Hodgson kemur nokkuð á óvart en hann tekur við af Roberto Di Matteo sem var sagt upp störfum nýverið.

Hinn 63 ára gamli Hodgson hefur komið víða við á ferlinum en samningur hans við WBA gildir út næsta keppnistímabil. Hann mun mæta sínu gamla liði, Liverpool, þann 2. apríl á heimavelli WBA í Birmingham.

Michael Appleton mun stýra WBA í leiknum gegn West Ham á morgun en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. WBA er tveimur stigum frá fallsæti.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.

Leikir helgarinnar á Stöð 2 sport 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×