Enski boltinn

Wenger stressaður yfir því að landsliðsmenn hans meiðist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur aldrei farið leynt með andúð sína á, að hans mati, tilgangslausum vináttulandsleikjum enda hafa leikmenn Arsenal verið duglegir við að meiðast í landsliðsverkefnum síðustu árin.

Wenger viðurkennir að hann sé nú á nálum enda búinn að horfa á eftir mörgum sínum leikmönnum til móts við landsliðin sín.

„Það er svo sannarlega engin ánægja sem fylgir því að sjá á eftir mínum leikmönnum í landsliðsverkefni en vonandi sakar engann og leikmennirnir koma vonandi heilir og í góðum gír til baka," sagði Arsene Wenger.

„Það væri sárt og slæmt að missa leikmenn í meiðsli en ég tel þó að það muni ekki stoppa taktinn í liðinu. Það er líka alltaf áskorun að fá leikmenn til að ná upp einbeitingu á ný þegar þeir snúa aftur eftir landsliðsverkefni. Vonandi gengur það vel núna," sagði Arsene Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×