Enski boltinn

Tottenham-menn eru langefstir í endurkomudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tottenham-menn fagna hér jöfnunarmarki Michael Dawson.
Tottenham-menn fagna hér jöfnunarmarki Michael Dawson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tottenham-liðið er besta liðið í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að því að fá eitthvað út úr leikjum þar sem liðin lenda undir. Tottenham vann í gærkvöldi sinn sjötta leik í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til baka.

Sunderland komst í 1-0 með marki Asamoah Gyan eftir 11 mínútur á móti Tottenham í gær, Michael Dawson jafnaði leikinn á 44.mínútu og sigurmark Niko Kranjcar kom síðan á 57. mínútu leiksins

Tottenham hefur alls náði í 20 stig út úr leikjum þar sem þeir hafa lent undir því auk þess að vinna sex leiki hefur liðið náð í jafntefli í tveimur leikjum.

Tottenham hefur sex stiga forskot á næsta lið sem er West Bromwich Albion en Stoke City og Everton eru síðan í 3. til 4. sæti. Blackburn Rovers er eina liðið sem hefur tapað öllum leikjum þar sem liðið hefur lent undir.



Leikir þar sem Tottenham hefur komið til baka í vetur:


18. september Wolves (heima) lenti 0-1 undir en vann 3-1

2. október Aston Villa (heima) lenti 0-1 undir en vann 2-1

16. október Fulham (úti) lenti 0-1 undir en vann 2-1

23. október Everton (heima) lenti 0-1 en náði 1-1 jafntefli

20. nóvember Arsenal (úti) lenti 0-2 undir en vann 3-2

28. nóvember Liverpool (heima) lenti 0-1 undir en vann 2-1

22. janúar Newcastle (úti) lenti 0-1 undir en náði 1-1 jafntefli

12. febrúar Sunderland (úti) lenti 0-1 undir en vann 2-1

Flest stig úr leikjum þar sem liðin lenda undir:

1. Tottenham Hotspur (4. sæti) 20 stig

2. West Bromwich Albion (17.) 14 stig

3. Stoke City (9.) 11 stig

3. Everton (13.) 11 stig

5. Wolverhampton Wndrs (20.) 10 stig

5. Fulham (12.) 10 stig

5. Wigan Athletic (18.) 10 stig

8. Chelsea (5.) 9 stig

8. Manchester United (1.) 9 stig

Fæst stig úr leikjum þar sem liðin lenda undir:

20. Blackburn Rovers (11.) 0 stig

19. Aston Villa (15.) 2 stig

17. Bolton Wanderers (8.) 4 stig

17. Manchester City (3.) 4 stig

14. Sunderland (7.) 5 stig

14. Liverpool (6.) 5 stig

14. Blackpool (16.) 5 stig

13. Newcastle United (10.) 6 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×