Umfjöllun: Grétar tryggði Keflavík stig gegn FH Ari Erlingsson í Keflavík skrifar 11. maí 2011 14:31 Mynd/Anton Leikur Keflavíkur og FH í 3. umferð Pepsídeildar karla lauk með hádramatískum hætti. Fyrstu 80 mínútur leikins voru í rólegra laginu. Þá tók við stórskemmtileg atburðarrás. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr glæsilegri aukaspyrnu. Viktor Örn í liði FH fær að líta rauða spjaldið skömmu seinna og á lokaandartökum leiksins jafnar varamaðurinn Grétar Hjartarson metin í 1-1 sem voru lokatölur leikins. Keflvíkingar hafa því safnað saman 5 stigum í fyrstu 3 umferðunum á meðan Íslandsmeistaraefnin í FH sitja aðeins á eftir með 4 stig. Fyrri hálfleikur var eins og áður er lýst nokkuð rólegur. Miðjubaráttan var allsráðandi en þó fengu gestirnir ívið hættulegri færi. Ólafur Páll átti sendingu utan af kanti sem endaði ofan á þverslá Keflavíkur marksins auk þess sem Freyr Bjarnason átti skalla sem bjargað var á marklínu. Í síðari hálfleik mætti allt annað FH lið til leiks. Þeir tóku öll völd á miðjunni á meðan heimamenn lögðust aðeins aftar á völlinn. FH-ingar fengu þó nokkuð af færum og til að mynda klúðraði Atli Viðar Björnsson tveimur dauðafærum. Eftir 80 mínútna leik lét Keflavíkur vörnin loks undan. Matthías Vilhjálmsson fyriliði FH-inga skoraði þá úr aukaspyrnu með glæsilegum hætti. Staðan 0-1 og við það var sem Keflvíkinga tækju við sér. Willum setti reynsluboltann Grétar Ólaf Hjartarson inná á 83 mínútu og í kjölfarið jókst sóknarþungi heimamanna. Á 86 mínútu átti sér stað unmdeild atvik. Há sending kemur inn í teig og missir Gunnleifur boltann. Haraldur Guðmundsson nær að koma knettinum í netið en Valgeir Valgeirsson dómari dæmdi aukaspyrnu, taldi að brotið hefði verið á Gunnleifi. Í kjölfarið takast nokkir leikmenn úr báðum liðum á sem endar með því að Viktor Örn Guðmundsson fær sitt annað gul spjald og þar með það rauða. Keflvíkingar nýttu sér liðsmuninn og jafnaði Grétar Hjartarson leikinn eftir þvögu í teig FH-inga. Skömmu seinna flautar Valgeir dómari til loka leiks. Lokastaðan 1-1 í dramatískum leik. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt sér yfirburðina í seinni hálfleik. Keflvíkingar geta hinsvegar gengið sáttir frá borði því þeir voru undir í baráttunni lengst af en það er ekki spurt að því í fótbolta og refsuðu Keflvíkingar FH-ingum grimmilega. Keflavík – FH 1-1 Matthías Vilhjálmsson(80 mín) 0-1 Grétar Hjartason (91 mín) 1-1 Nettóvöllurinn. Áhorfendur: 1480 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 9–12 (5-x5) Varin skot: Ómar 4 – Gunnleifur 4 Hornspyrnur: 4–6 Aukaspyrnur fengnar: 15–11 Rangstöður: 3–2Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Einar Orri Einarsson 5 (83., Grétar Hjartarson -) Andri Steinn Birgisson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 4 (73., Magnús Þorsteinsson -) Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 4 (60., Arnór Ingvi Traustason 5)FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 Freyr Bjarnason 7 Pétur Viðarsson 6 Viktor Örn Guðmundsson 7 Björn Daníel Sverrisson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (73., Bjarki Gunnlaugsson -)Matthías Vilhjálmsson 8 maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 5 (91.,Gunnar Kristjánsson -) Atli Guðnason 4 (73., Hannes Sigurðsson -) Atli Viðar Björnsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Leikur Keflavíkur og FH í 3. umferð Pepsídeildar karla lauk með hádramatískum hætti. Fyrstu 80 mínútur leikins voru í rólegra laginu. Þá tók við stórskemmtileg atburðarrás. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr glæsilegri aukaspyrnu. Viktor Örn í liði FH fær að líta rauða spjaldið skömmu seinna og á lokaandartökum leiksins jafnar varamaðurinn Grétar Hjartarson metin í 1-1 sem voru lokatölur leikins. Keflvíkingar hafa því safnað saman 5 stigum í fyrstu 3 umferðunum á meðan Íslandsmeistaraefnin í FH sitja aðeins á eftir með 4 stig. Fyrri hálfleikur var eins og áður er lýst nokkuð rólegur. Miðjubaráttan var allsráðandi en þó fengu gestirnir ívið hættulegri færi. Ólafur Páll átti sendingu utan af kanti sem endaði ofan á þverslá Keflavíkur marksins auk þess sem Freyr Bjarnason átti skalla sem bjargað var á marklínu. Í síðari hálfleik mætti allt annað FH lið til leiks. Þeir tóku öll völd á miðjunni á meðan heimamenn lögðust aðeins aftar á völlinn. FH-ingar fengu þó nokkuð af færum og til að mynda klúðraði Atli Viðar Björnsson tveimur dauðafærum. Eftir 80 mínútna leik lét Keflavíkur vörnin loks undan. Matthías Vilhjálmsson fyriliði FH-inga skoraði þá úr aukaspyrnu með glæsilegum hætti. Staðan 0-1 og við það var sem Keflvíkinga tækju við sér. Willum setti reynsluboltann Grétar Ólaf Hjartarson inná á 83 mínútu og í kjölfarið jókst sóknarþungi heimamanna. Á 86 mínútu átti sér stað unmdeild atvik. Há sending kemur inn í teig og missir Gunnleifur boltann. Haraldur Guðmundsson nær að koma knettinum í netið en Valgeir Valgeirsson dómari dæmdi aukaspyrnu, taldi að brotið hefði verið á Gunnleifi. Í kjölfarið takast nokkir leikmenn úr báðum liðum á sem endar með því að Viktor Örn Guðmundsson fær sitt annað gul spjald og þar með það rauða. Keflvíkingar nýttu sér liðsmuninn og jafnaði Grétar Hjartarson leikinn eftir þvögu í teig FH-inga. Skömmu seinna flautar Valgeir dómari til loka leiks. Lokastaðan 1-1 í dramatískum leik. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt sér yfirburðina í seinni hálfleik. Keflvíkingar geta hinsvegar gengið sáttir frá borði því þeir voru undir í baráttunni lengst af en það er ekki spurt að því í fótbolta og refsuðu Keflvíkingar FH-ingum grimmilega. Keflavík – FH 1-1 Matthías Vilhjálmsson(80 mín) 0-1 Grétar Hjartason (91 mín) 1-1 Nettóvöllurinn. Áhorfendur: 1480 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 9–12 (5-x5) Varin skot: Ómar 4 – Gunnleifur 4 Hornspyrnur: 4–6 Aukaspyrnur fengnar: 15–11 Rangstöður: 3–2Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Einar Orri Einarsson 5 (83., Grétar Hjartarson -) Andri Steinn Birgisson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 4 (73., Magnús Þorsteinsson -) Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 4 (60., Arnór Ingvi Traustason 5)FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 Freyr Bjarnason 7 Pétur Viðarsson 6 Viktor Örn Guðmundsson 7 Björn Daníel Sverrisson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (73., Bjarki Gunnlaugsson -)Matthías Vilhjálmsson 8 maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 5 (91.,Gunnar Kristjánsson -) Atli Guðnason 4 (73., Hannes Sigurðsson -) Atli Viðar Björnsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira