Umfjöllun: Grétar tryggði Keflavík stig gegn FH Ari Erlingsson í Keflavík skrifar 11. maí 2011 14:31 Mynd/Anton Leikur Keflavíkur og FH í 3. umferð Pepsídeildar karla lauk með hádramatískum hætti. Fyrstu 80 mínútur leikins voru í rólegra laginu. Þá tók við stórskemmtileg atburðarrás. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr glæsilegri aukaspyrnu. Viktor Örn í liði FH fær að líta rauða spjaldið skömmu seinna og á lokaandartökum leiksins jafnar varamaðurinn Grétar Hjartarson metin í 1-1 sem voru lokatölur leikins. Keflvíkingar hafa því safnað saman 5 stigum í fyrstu 3 umferðunum á meðan Íslandsmeistaraefnin í FH sitja aðeins á eftir með 4 stig. Fyrri hálfleikur var eins og áður er lýst nokkuð rólegur. Miðjubaráttan var allsráðandi en þó fengu gestirnir ívið hættulegri færi. Ólafur Páll átti sendingu utan af kanti sem endaði ofan á þverslá Keflavíkur marksins auk þess sem Freyr Bjarnason átti skalla sem bjargað var á marklínu. Í síðari hálfleik mætti allt annað FH lið til leiks. Þeir tóku öll völd á miðjunni á meðan heimamenn lögðust aðeins aftar á völlinn. FH-ingar fengu þó nokkuð af færum og til að mynda klúðraði Atli Viðar Björnsson tveimur dauðafærum. Eftir 80 mínútna leik lét Keflavíkur vörnin loks undan. Matthías Vilhjálmsson fyriliði FH-inga skoraði þá úr aukaspyrnu með glæsilegum hætti. Staðan 0-1 og við það var sem Keflvíkinga tækju við sér. Willum setti reynsluboltann Grétar Ólaf Hjartarson inná á 83 mínútu og í kjölfarið jókst sóknarþungi heimamanna. Á 86 mínútu átti sér stað unmdeild atvik. Há sending kemur inn í teig og missir Gunnleifur boltann. Haraldur Guðmundsson nær að koma knettinum í netið en Valgeir Valgeirsson dómari dæmdi aukaspyrnu, taldi að brotið hefði verið á Gunnleifi. Í kjölfarið takast nokkir leikmenn úr báðum liðum á sem endar með því að Viktor Örn Guðmundsson fær sitt annað gul spjald og þar með það rauða. Keflvíkingar nýttu sér liðsmuninn og jafnaði Grétar Hjartarson leikinn eftir þvögu í teig FH-inga. Skömmu seinna flautar Valgeir dómari til loka leiks. Lokastaðan 1-1 í dramatískum leik. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt sér yfirburðina í seinni hálfleik. Keflvíkingar geta hinsvegar gengið sáttir frá borði því þeir voru undir í baráttunni lengst af en það er ekki spurt að því í fótbolta og refsuðu Keflvíkingar FH-ingum grimmilega. Keflavík – FH 1-1 Matthías Vilhjálmsson(80 mín) 0-1 Grétar Hjartason (91 mín) 1-1 Nettóvöllurinn. Áhorfendur: 1480 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 9–12 (5-x5) Varin skot: Ómar 4 – Gunnleifur 4 Hornspyrnur: 4–6 Aukaspyrnur fengnar: 15–11 Rangstöður: 3–2Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Einar Orri Einarsson 5 (83., Grétar Hjartarson -) Andri Steinn Birgisson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 4 (73., Magnús Þorsteinsson -) Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 4 (60., Arnór Ingvi Traustason 5)FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 Freyr Bjarnason 7 Pétur Viðarsson 6 Viktor Örn Guðmundsson 7 Björn Daníel Sverrisson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (73., Bjarki Gunnlaugsson -)Matthías Vilhjálmsson 8 maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 5 (91.,Gunnar Kristjánsson -) Atli Guðnason 4 (73., Hannes Sigurðsson -) Atli Viðar Björnsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Leikur Keflavíkur og FH í 3. umferð Pepsídeildar karla lauk með hádramatískum hætti. Fyrstu 80 mínútur leikins voru í rólegra laginu. Þá tók við stórskemmtileg atburðarrás. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr glæsilegri aukaspyrnu. Viktor Örn í liði FH fær að líta rauða spjaldið skömmu seinna og á lokaandartökum leiksins jafnar varamaðurinn Grétar Hjartarson metin í 1-1 sem voru lokatölur leikins. Keflvíkingar hafa því safnað saman 5 stigum í fyrstu 3 umferðunum á meðan Íslandsmeistaraefnin í FH sitja aðeins á eftir með 4 stig. Fyrri hálfleikur var eins og áður er lýst nokkuð rólegur. Miðjubaráttan var allsráðandi en þó fengu gestirnir ívið hættulegri færi. Ólafur Páll átti sendingu utan af kanti sem endaði ofan á þverslá Keflavíkur marksins auk þess sem Freyr Bjarnason átti skalla sem bjargað var á marklínu. Í síðari hálfleik mætti allt annað FH lið til leiks. Þeir tóku öll völd á miðjunni á meðan heimamenn lögðust aðeins aftar á völlinn. FH-ingar fengu þó nokkuð af færum og til að mynda klúðraði Atli Viðar Björnsson tveimur dauðafærum. Eftir 80 mínútna leik lét Keflavíkur vörnin loks undan. Matthías Vilhjálmsson fyriliði FH-inga skoraði þá úr aukaspyrnu með glæsilegum hætti. Staðan 0-1 og við það var sem Keflvíkinga tækju við sér. Willum setti reynsluboltann Grétar Ólaf Hjartarson inná á 83 mínútu og í kjölfarið jókst sóknarþungi heimamanna. Á 86 mínútu átti sér stað unmdeild atvik. Há sending kemur inn í teig og missir Gunnleifur boltann. Haraldur Guðmundsson nær að koma knettinum í netið en Valgeir Valgeirsson dómari dæmdi aukaspyrnu, taldi að brotið hefði verið á Gunnleifi. Í kjölfarið takast nokkir leikmenn úr báðum liðum á sem endar með því að Viktor Örn Guðmundsson fær sitt annað gul spjald og þar með það rauða. Keflvíkingar nýttu sér liðsmuninn og jafnaði Grétar Hjartarson leikinn eftir þvögu í teig FH-inga. Skömmu seinna flautar Valgeir dómari til loka leiks. Lokastaðan 1-1 í dramatískum leik. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt sér yfirburðina í seinni hálfleik. Keflvíkingar geta hinsvegar gengið sáttir frá borði því þeir voru undir í baráttunni lengst af en það er ekki spurt að því í fótbolta og refsuðu Keflvíkingar FH-ingum grimmilega. Keflavík – FH 1-1 Matthías Vilhjálmsson(80 mín) 0-1 Grétar Hjartason (91 mín) 1-1 Nettóvöllurinn. Áhorfendur: 1480 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 9–12 (5-x5) Varin skot: Ómar 4 – Gunnleifur 4 Hornspyrnur: 4–6 Aukaspyrnur fengnar: 15–11 Rangstöður: 3–2Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 7 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Einar Orri Einarsson 5 (83., Grétar Hjartarson -) Andri Steinn Birgisson 5 Hilmar Geir Eiðsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 4 (73., Magnús Þorsteinsson -) Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 4 (60., Arnór Ingvi Traustason 5)FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 6 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 Freyr Bjarnason 7 Pétur Viðarsson 6 Viktor Örn Guðmundsson 7 Björn Daníel Sverrisson 6 Hólmar Örn Rúnarsson 7 (73., Bjarki Gunnlaugsson -)Matthías Vilhjálmsson 8 maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 5 (91.,Gunnar Kristjánsson -) Atli Guðnason 4 (73., Hannes Sigurðsson -) Atli Viðar Björnsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira