Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2011 14:44 Mynd/Anton Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma. Valsmenn voru manni fleiri allan síðari hálfleikinn eftir að Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson fékk beint rautt spjald í lokin á fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Rauða spjaldið var umdeilt og ekki síst þar sem að Valsmaðurinn Haukur Páll Sigurðsson slapp alveg hjá Kristni Jakobssyni dómara en þeim tveimur hafði lent saman. Eyjamenn börðust vel og gáfu fá færi á sér í seinni hálfleiknum á sama tíma og Valsmenn voru afar klaufskir á síðasta þriðjunginum. Þegar allt virtist stefna í markalaust jafntefli þá gleymdu Valsmenn Þórarni fyrir utan teiginn og tryggði sigurinn með algjöru draumamarki. Valsmenn byrjuðu leikinn mjög vel og fengu tvö ágæt færi á fyrstu fimm mínútunum, fyrst skaut Hörður Sveinsson í slá og svo varði Abel Dhaira vel frá Matthíasi Guðmundssyni. Valsmenn spiluðu oft laglega á milli sín á upphafskaflanum og Haukur Páll Sigurðsson, Christian Mouritsen og Guðjón Pétur Lýðsson voru allt í öllu í leik liðsins. Þegar leið á hálfleikinn komust þó Eyjamenn meira inn í leikinn þótt að þeim tækist ekki að koma sér í opin marktækifæri gegn traustri vörn Valsmanna. Á 33. mínútu sparkar Arnar Sveinn Geirsson að því virðist óviljandi í höfuð Rasmus Christiansen þegar Rasmus er að fara skalla boltann. Rasmus lá lengi í jörðinni og bjuggust flestir við skiptinu. Það var hinsvegar Arnar sem fór útaf meiddur og Rasmus hélt áfram vafinn í andlitinu eins og hálfgerð múmía. Það hitnaði vel í mönnum eftir samtuðið hjá Arnari og Rasmus og Kristinn hafði í mörgu að snúast það sem eftir lifði af hálfleiknum. Á 45. mínútu lenti þeim Hauki Pál Sigurðssyni og Tryggva Guðmundssyni saman og það endaði með að Kristinn dómari gaf Tryggva rautt spjald en Haukur Páll slapp hinsvegar við spjaldið. Kristinn var í góðri aðstöðu til að sjá þetta en það var mjög skrýtið að aðeins öðrum þeirra skyldi vera refsað og það með hámarksrefsingu. Eyjamenn duttu aftur á völlinn í seinni hálfleik og vörðust vel en það hjálpaði þeim líka að Valsmenn voru hægir og kraftlausir og tókst engan veginn að nýta sér liðsmuninn. Flestar sóknir Valsmanna í seinni hálfleiknum voru hættulitlar og skotin ógnuðu ekki mikið Eyjamarkinu enda fóru þau flest langt yfir. Það virtist vera að stefna í markalaust jafntefli þegar Eyjamenn náðu einni af fáum sóknum sínum í seinni hálfleiknum. Valsmenn sofnuðu á verðunum, leyfðu Þórarni að fá tíma fyrir utan teig og hann þakkaði fyrir það með því að smella boltanum upp í vinkilinn með stórglæsilegu skoti. Eyjamenn héldu síðan út og fögnuðu gríðarlega í leikslok enda höfðu fáir búist við því að þeir tækju öll stigin með sér heim þegar Tryggvi var rekinn útaf í lok fyrri hálfleiksins. Tölfræðin: Valur - ÍBV 0-1Mörkin: 0-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (90.+1)Rautt spjald: Tryggvi Guðmundsson, ÍBV (45.) Vodafone-völlur Áhorfendur: 2348 Dómari: Kristinn Jakobsson (6) Skot (á mark): 12-6 (4-1) Varin skot: Haraldur 0, Dhaira 3 Horn: 13-5 Aukaspyrnur fengnar: 15-7 Rangstöður: 3-0Valur (4-5-1) Haraldur Björnsson 5 Jónas Tór Næs 5 Halldór Kristinn Halldórsson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Pól Jóhannus Justinussen 6 Haukur Páll Sigurðsson 6 (70., Andri Fannar Stefánsson -) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Arnar Sveinn Geirsson 5 (37., Jón Vilhelm Ákason 6) Matthías Guðmundsson 6 Christian R. Mouritsen 6 (54., Rúnar Már Sigurjónsson 5) Hörður Sveinsson 4ÍBV (4-5-1) Abel Dhaira 6 Kelvin Mellor 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 5 Andri Ólafsson 6 Bryan Hughes 5 (81., Anton Bjarnason -) Tony Mawejje 5 (50., Guðmundur Þórarinsson 6) Tryggvi Guðmundsson 4Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 - Maður leiksins - Jordan Connerton 5 (61., Denis Sytnik 5) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu kátur eftir 1-0 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn en tókst að tryggja sér 1-0 sigur með marki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:39 Þórarinn Ingi: Okkar mottó er að gefast aldrei upp Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Val með stórkostlegu skoti utan teigs þegar 90 mínútur voru nýkomnar upp á vallarklukkuna. 11. maí 2011 22:56 Kristján: Við áttum að skora í fyrri hálfleik Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna manna í seinni hálfleik í kvöld en Valsmenn nýttu það illa að vera manni fleiri á móti ÍBV og fengu síðan á sig mark í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:41 Atli Sveinn: Þetta var mjög svekkjandi Valsmenn sofnuðu á verðunum í kvöld og fengu á sig mark í uppbótartíma sem kostaði liðið 0-1 tap fyrir ÍBV í 100 ára afmælisveislu félagsins. Valsmenn voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst ekki að nýta sér það. 11. maí 2011 22:49 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma. Valsmenn voru manni fleiri allan síðari hálfleikinn eftir að Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson fékk beint rautt spjald í lokin á fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Rauða spjaldið var umdeilt og ekki síst þar sem að Valsmaðurinn Haukur Páll Sigurðsson slapp alveg hjá Kristni Jakobssyni dómara en þeim tveimur hafði lent saman. Eyjamenn börðust vel og gáfu fá færi á sér í seinni hálfleiknum á sama tíma og Valsmenn voru afar klaufskir á síðasta þriðjunginum. Þegar allt virtist stefna í markalaust jafntefli þá gleymdu Valsmenn Þórarni fyrir utan teiginn og tryggði sigurinn með algjöru draumamarki. Valsmenn byrjuðu leikinn mjög vel og fengu tvö ágæt færi á fyrstu fimm mínútunum, fyrst skaut Hörður Sveinsson í slá og svo varði Abel Dhaira vel frá Matthíasi Guðmundssyni. Valsmenn spiluðu oft laglega á milli sín á upphafskaflanum og Haukur Páll Sigurðsson, Christian Mouritsen og Guðjón Pétur Lýðsson voru allt í öllu í leik liðsins. Þegar leið á hálfleikinn komust þó Eyjamenn meira inn í leikinn þótt að þeim tækist ekki að koma sér í opin marktækifæri gegn traustri vörn Valsmanna. Á 33. mínútu sparkar Arnar Sveinn Geirsson að því virðist óviljandi í höfuð Rasmus Christiansen þegar Rasmus er að fara skalla boltann. Rasmus lá lengi í jörðinni og bjuggust flestir við skiptinu. Það var hinsvegar Arnar sem fór útaf meiddur og Rasmus hélt áfram vafinn í andlitinu eins og hálfgerð múmía. Það hitnaði vel í mönnum eftir samtuðið hjá Arnari og Rasmus og Kristinn hafði í mörgu að snúast það sem eftir lifði af hálfleiknum. Á 45. mínútu lenti þeim Hauki Pál Sigurðssyni og Tryggva Guðmundssyni saman og það endaði með að Kristinn dómari gaf Tryggva rautt spjald en Haukur Páll slapp hinsvegar við spjaldið. Kristinn var í góðri aðstöðu til að sjá þetta en það var mjög skrýtið að aðeins öðrum þeirra skyldi vera refsað og það með hámarksrefsingu. Eyjamenn duttu aftur á völlinn í seinni hálfleik og vörðust vel en það hjálpaði þeim líka að Valsmenn voru hægir og kraftlausir og tókst engan veginn að nýta sér liðsmuninn. Flestar sóknir Valsmanna í seinni hálfleiknum voru hættulitlar og skotin ógnuðu ekki mikið Eyjamarkinu enda fóru þau flest langt yfir. Það virtist vera að stefna í markalaust jafntefli þegar Eyjamenn náðu einni af fáum sóknum sínum í seinni hálfleiknum. Valsmenn sofnuðu á verðunum, leyfðu Þórarni að fá tíma fyrir utan teig og hann þakkaði fyrir það með því að smella boltanum upp í vinkilinn með stórglæsilegu skoti. Eyjamenn héldu síðan út og fögnuðu gríðarlega í leikslok enda höfðu fáir búist við því að þeir tækju öll stigin með sér heim þegar Tryggvi var rekinn útaf í lok fyrri hálfleiksins. Tölfræðin: Valur - ÍBV 0-1Mörkin: 0-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (90.+1)Rautt spjald: Tryggvi Guðmundsson, ÍBV (45.) Vodafone-völlur Áhorfendur: 2348 Dómari: Kristinn Jakobsson (6) Skot (á mark): 12-6 (4-1) Varin skot: Haraldur 0, Dhaira 3 Horn: 13-5 Aukaspyrnur fengnar: 15-7 Rangstöður: 3-0Valur (4-5-1) Haraldur Björnsson 5 Jónas Tór Næs 5 Halldór Kristinn Halldórsson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Pól Jóhannus Justinussen 6 Haukur Páll Sigurðsson 6 (70., Andri Fannar Stefánsson -) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Arnar Sveinn Geirsson 5 (37., Jón Vilhelm Ákason 6) Matthías Guðmundsson 6 Christian R. Mouritsen 6 (54., Rúnar Már Sigurjónsson 5) Hörður Sveinsson 4ÍBV (4-5-1) Abel Dhaira 6 Kelvin Mellor 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 5 Andri Ólafsson 6 Bryan Hughes 5 (81., Anton Bjarnason -) Tony Mawejje 5 (50., Guðmundur Þórarinsson 6) Tryggvi Guðmundsson 4Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 - Maður leiksins - Jordan Connerton 5 (61., Denis Sytnik 5)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu kátur eftir 1-0 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn en tókst að tryggja sér 1-0 sigur með marki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:39 Þórarinn Ingi: Okkar mottó er að gefast aldrei upp Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Val með stórkostlegu skoti utan teigs þegar 90 mínútur voru nýkomnar upp á vallarklukkuna. 11. maí 2011 22:56 Kristján: Við áttum að skora í fyrri hálfleik Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna manna í seinni hálfleik í kvöld en Valsmenn nýttu það illa að vera manni fleiri á móti ÍBV og fengu síðan á sig mark í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:41 Atli Sveinn: Þetta var mjög svekkjandi Valsmenn sofnuðu á verðunum í kvöld og fengu á sig mark í uppbótartíma sem kostaði liðið 0-1 tap fyrir ÍBV í 100 ára afmælisveislu félagsins. Valsmenn voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst ekki að nýta sér það. 11. maí 2011 22:49 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Andri: Okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu kátur eftir 1-0 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn en tókst að tryggja sér 1-0 sigur með marki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:39
Þórarinn Ingi: Okkar mottó er að gefast aldrei upp Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Val með stórkostlegu skoti utan teigs þegar 90 mínútur voru nýkomnar upp á vallarklukkuna. 11. maí 2011 22:56
Kristján: Við áttum að skora í fyrri hálfleik Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna manna í seinni hálfleik í kvöld en Valsmenn nýttu það illa að vera manni fleiri á móti ÍBV og fengu síðan á sig mark í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:41
Atli Sveinn: Þetta var mjög svekkjandi Valsmenn sofnuðu á verðunum í kvöld og fengu á sig mark í uppbótartíma sem kostaði liðið 0-1 tap fyrir ÍBV í 100 ára afmælisveislu félagsins. Valsmenn voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst ekki að nýta sér það. 11. maí 2011 22:49
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki