Þórarinn Ingi: Okkar mottó er að gefast aldrei upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2011 22:56 Þórarinn Ingi Valdimarsson. Mynd/Anton Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Val með stórkostlegu skoti utan teigs þegar 90 mínútur voru nýkomnar upp á vallarklukkuna. „Þetta gerist ekki sætara en þetta en þetta er jafnframt í annað skiptið á tímabilinu sem við klárum leik svona og það er bara frábært," sagði Þórarinn Ingi en Tryggvi Guðmundsson tryggði ÍBV 1-0 sigur á Fram í 1. umferð með marki á 93. mínútu. „Ég held að ég hafi ekki skorað sætara mark en maður skorar nú ekki mörg mörk og þegar boltinn dettur loksins inn hjá manni þá er bara ágætt að gera þetta svona," sagði Þórarinn kátur en ÍBV-liðið var manni færri allan seinni hálfleikinn. „Við spiluðum vel eftir að við misstum manninn útaf og vorum ekki að gefa mikið af færum á okkur. Við leyfðum þeim að koma boltanum fyrir en ætluðum bara að vinna boltann í loftinu. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og það gekk allt upp. Við gefumst aldrei upp og það er mottóið okkar. Við ætlum að klára alla leiki af fullum krafti og það skilaði okkur þremur stigum ídag," sagði Þórarinn. „Þetta er fínn völlur til þess að starta tímabilinu almennilega. Við vorum ekki að spila sannfærandi í fyrstu tveimur leikjunum en nú erum að sýna það að við getum þetta alveg. Það var upphafið að einhverju góðu þegar við náðum stigi hér á móti þeim í fyrra manni færri og af hverju ekki núna," sagði Þórarinn en ÍBV náði 1-1 jafntefli á móti Val á Vodafone-vellinum á svipuðum tíma í fyrra þrátt fyrir að missa mann af velli snemma í fyrri hálfleik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu kátur eftir 1-0 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn en tókst að tryggja sér 1-0 sigur með marki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:39 Kristján: Við áttum að skora í fyrri hálfleik Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna manna í seinni hálfleik í kvöld en Valsmenn nýttu það illa að vera manni fleiri á móti ÍBV og fengu síðan á sig mark í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:41 Atli Sveinn: Þetta var mjög svekkjandi Valsmenn sofnuðu á verðunum í kvöld og fengu á sig mark í uppbótartíma sem kostaði liðið 0-1 tap fyrir ÍBV í 100 ára afmælisveislu félagsins. Valsmenn voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst ekki að nýta sér það. 11. maí 2011 22:49 Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma. 11. maí 2011 14:44 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Val með stórkostlegu skoti utan teigs þegar 90 mínútur voru nýkomnar upp á vallarklukkuna. „Þetta gerist ekki sætara en þetta en þetta er jafnframt í annað skiptið á tímabilinu sem við klárum leik svona og það er bara frábært," sagði Þórarinn Ingi en Tryggvi Guðmundsson tryggði ÍBV 1-0 sigur á Fram í 1. umferð með marki á 93. mínútu. „Ég held að ég hafi ekki skorað sætara mark en maður skorar nú ekki mörg mörk og þegar boltinn dettur loksins inn hjá manni þá er bara ágætt að gera þetta svona," sagði Þórarinn kátur en ÍBV-liðið var manni færri allan seinni hálfleikinn. „Við spiluðum vel eftir að við misstum manninn útaf og vorum ekki að gefa mikið af færum á okkur. Við leyfðum þeim að koma boltanum fyrir en ætluðum bara að vinna boltann í loftinu. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og það gekk allt upp. Við gefumst aldrei upp og það er mottóið okkar. Við ætlum að klára alla leiki af fullum krafti og það skilaði okkur þremur stigum ídag," sagði Þórarinn. „Þetta er fínn völlur til þess að starta tímabilinu almennilega. Við vorum ekki að spila sannfærandi í fyrstu tveimur leikjunum en nú erum að sýna það að við getum þetta alveg. Það var upphafið að einhverju góðu þegar við náðum stigi hér á móti þeim í fyrra manni færri og af hverju ekki núna," sagði Þórarinn en ÍBV náði 1-1 jafntefli á móti Val á Vodafone-vellinum á svipuðum tíma í fyrra þrátt fyrir að missa mann af velli snemma í fyrri hálfleik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu kátur eftir 1-0 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn en tókst að tryggja sér 1-0 sigur með marki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:39 Kristján: Við áttum að skora í fyrri hálfleik Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna manna í seinni hálfleik í kvöld en Valsmenn nýttu það illa að vera manni fleiri á móti ÍBV og fengu síðan á sig mark í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:41 Atli Sveinn: Þetta var mjög svekkjandi Valsmenn sofnuðu á verðunum í kvöld og fengu á sig mark í uppbótartíma sem kostaði liðið 0-1 tap fyrir ÍBV í 100 ára afmælisveislu félagsins. Valsmenn voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst ekki að nýta sér það. 11. maí 2011 22:49 Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma. 11. maí 2011 14:44 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Andri: Okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu kátur eftir 1-0 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn en tókst að tryggja sér 1-0 sigur með marki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:39
Kristján: Við áttum að skora í fyrri hálfleik Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna manna í seinni hálfleik í kvöld en Valsmenn nýttu það illa að vera manni fleiri á móti ÍBV og fengu síðan á sig mark í uppbótartíma. 11. maí 2011 22:41
Atli Sveinn: Þetta var mjög svekkjandi Valsmenn sofnuðu á verðunum í kvöld og fengu á sig mark í uppbótartíma sem kostaði liðið 0-1 tap fyrir ÍBV í 100 ára afmælisveislu félagsins. Valsmenn voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst ekki að nýta sér það. 11. maí 2011 22:49
Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma. 11. maí 2011 14:44