Enski boltinn

Chelsea ætlar að bjóða 50 millur í Fabregas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Barcelona fær ekki að bjóða í friði í Cesc Fabregas. Chelsea ætlar að blanda sér í slaginn og er sagt vera til í að greiða sömu upphæð og fyrir Fernando Torres - 50 milljónir punda.

Margir telja að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Fabregas fari til Barcelona þó svo hann eigi mörg ár eftir af samningi sínum við Arsenal sem hefur engan áhuga á að sleppa honum.

Allir eru þó til sölu fyrir rétt verð og hermt er að Wenger muni ekki íhuga að sleppa Fabregas nema fyrir 60 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×