Enski boltinn

Van Persie: Manchester United mun tapa stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/AP
Robin van Persie, hollenski framherjinn hjá Arsenal, er sannfærður um að Manchester United muni misstíga sig á lokasprettinum í baráttunni um enska meistaratitilinn. Arsenal hefur unnið Everton og Aston Villa í síðustu leikjum en er fimm stigum á eftir toppliði Manchester United.

Van Persie leggur áherslu á það að Arsenal-liðið verði að einbeita sér að sínum leikjum en bendir jafnframt á það að United-liðið þurfi að fara í gegnum erfiða leiki á næstunni.

„Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að horfa bara á það sem við erum að gera. Við þekkjum leikjadagskránna hjá United og leikjadagskránna hjá Chelsea en það skiptir mestu máli að vera með augum á okkar dagskrá. Næsti leikur er á móti Newcastle á útivelli og það verður erfiður leikur," sagði Robin van Persie.

„Ég er samt hundrað prósent öruggur að Manchester United mun tapa stigum því þeir eiga erfiða leiki á næstunni. Það er Manchester-slagurinn, leikir við Chelsea og aðrir erfiðir leikir. Við verðum bara að sjá til hvað gerist," sagði Van Persie.

Robin van Persie er kominn á fulla ferð eftir langvinn ökklameiðsli og er með fimm mörk og tvær stosðendingar í síðustu þremur deildarleikjum liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×