Merkel útilokar nú allar skyndilausnir 3. desember 2011 02:00 Angela Merkel Kanslari Þýskalands ítrekar enn á ný andstöðu sína við margvíslegar aðgerðir, sem önnur evruríki hafa viljað grípa til í von um að leysa skuldavandann á evrusvæðinu.nordicphotos/AFP „Við erum komin á nýtt stig í samhæfingu Evrópusambandsins,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu á þýska þinginu í gær, þar sem hún lýsti hugmyndum sínum um að styrkja efnahagssamstarf evruríkjanna. Nýtt efnahagsbandalag evruríkjanna sé nauðsynlegt til að vinna bug á kreppunni og bjarga evrunni, og þetta nýja bandalag fæli í sér strangar fjárlagareglur með refsiákvæðum. Til þess þurfi að gera breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, en þær breytingar verði ekki gerðar í hvelli. „Einfaldar og hraðvirkar lausnir eru ekki til,“ sagði Merkel. „Þetta er ferli, og það ferli mun standa árum saman.“ Hún sagði nánari útfærslur verða kynntar á mánudaginn í næstu viku, þegar hún hittirNicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en stefnt er að afgreiðslu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel um miðja vikuna. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru á stöðugum fundum þessa dagana til að komast að sameiginlegri niðurstöðu, sem gæti styrkt trú fjármálaheimsins á evruna og hjálpað skuldugustu evruríkjunum úr vanda. Í fyrrakvöld flutti Sarkozy ræðu í Frakklandi, þar sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að evruríkin verði að tengjast sterkari böndum til að koma í veg fyrir að skuldabákn þeirra gangi af evrunni dauðri. „Við verðum að standa fullkomlega saman á móti þeim sem efast um stöðugleika evrunnar og veðja á hrun hennar,“ sagði hann. Í gær brá David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér síðan yfir Ermarsundið í heimsókn til Frakklands að ræða við Sarkozy. Bretar hafa nokkra sérstöðu þar sem þeir eru ekki með evru, en Cameron sagðist standa heilshugar að baki því að leysa yrði vandann með því að gera stofnunum evruríkjanna kleift að sannfæra markaði. Einnig þurfi að efla samkeppnishæfni sumra Evrópusambandsríkjanna. „Reyndar þarf ekki að breyta stofnsáttmálum til þess,“ sagði hann, „en ég stend alveg klár á því að ef gera þarf samningsbreytingar þá mun ég sjá til þess að við verjum og styrkjum hagsmuni Bretlands.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
„Við erum komin á nýtt stig í samhæfingu Evrópusambandsins,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu á þýska þinginu í gær, þar sem hún lýsti hugmyndum sínum um að styrkja efnahagssamstarf evruríkjanna. Nýtt efnahagsbandalag evruríkjanna sé nauðsynlegt til að vinna bug á kreppunni og bjarga evrunni, og þetta nýja bandalag fæli í sér strangar fjárlagareglur með refsiákvæðum. Til þess þurfi að gera breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, en þær breytingar verði ekki gerðar í hvelli. „Einfaldar og hraðvirkar lausnir eru ekki til,“ sagði Merkel. „Þetta er ferli, og það ferli mun standa árum saman.“ Hún sagði nánari útfærslur verða kynntar á mánudaginn í næstu viku, þegar hún hittirNicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en stefnt er að afgreiðslu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel um miðja vikuna. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru á stöðugum fundum þessa dagana til að komast að sameiginlegri niðurstöðu, sem gæti styrkt trú fjármálaheimsins á evruna og hjálpað skuldugustu evruríkjunum úr vanda. Í fyrrakvöld flutti Sarkozy ræðu í Frakklandi, þar sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að evruríkin verði að tengjast sterkari böndum til að koma í veg fyrir að skuldabákn þeirra gangi af evrunni dauðri. „Við verðum að standa fullkomlega saman á móti þeim sem efast um stöðugleika evrunnar og veðja á hrun hennar,“ sagði hann. Í gær brá David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér síðan yfir Ermarsundið í heimsókn til Frakklands að ræða við Sarkozy. Bretar hafa nokkra sérstöðu þar sem þeir eru ekki með evru, en Cameron sagðist standa heilshugar að baki því að leysa yrði vandann með því að gera stofnunum evruríkjanna kleift að sannfæra markaði. Einnig þurfi að efla samkeppnishæfni sumra Evrópusambandsríkjanna. „Reyndar þarf ekki að breyta stofnsáttmálum til þess,“ sagði hann, „en ég stend alveg klár á því að ef gera þarf samningsbreytingar þá mun ég sjá til þess að við verjum og styrkjum hagsmuni Bretlands.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira