Þorsteinn: Guðjón er ekki rétti maðurinn fyrir Grindavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2011 07:00 Grindavík ætlar að reyna að semja við Guðjón Þórðarson, sem kemur heim frá Flórída um mánaðamótin.fréttablaðið/anton Þorsteinn Gunnarsson hefur ákveðið að láta af formennsku í knattspyrnudeild Grindavíkur í kjölfar þess að stjórn knattspyrnudeildar ákvað að fara í samningaviðræður við Guðjón Þórðarson. Þorsteinn var sá eini í stjórninni sem vildi ekki ræða við Guðjón og þar sem hann er ekki sáttur við stefnu deildarinnar ákvað hann að stíga til hliðar. „Ég tel Guðjón ekki vera réttan mann í starfið. Því finnst mér rétt að aðrir aðilar móti starfið með Guðjóni. Mér finnst að það sé heiðarlegt af minni hálfu að stíga til hliðar," sagði Þorsteinn, en hann telur aðra þjálfara sem voru í myndinni hafa verið hæfari en Guðjón. „Það voru Lárus Orri Sigurðsson og David McCreery. Sá síðarnefndi er fyrrverandi leikmaður Man. Utd og sótti um starfið. Hann hefur komið víða við á ferlinum og var í tíu ár hjá Boca Juniors í Argentínu að vinna þar. Svo var hann kominn til Mjanmar á síðasta ári. Hann var svo á leið til Malasíu að þjálfa þar." Jónas Þórhallsson, varaformaður og fyrrverandi formaður, hefur boðist til þess að taka aftur við stjórn knattspyrnudeildar í stað Þorsteins. „Þorsteinn var sjálfum sér samkvæmur og þess vegna fór þetta svona. Ég er til í að taka við en er samt ekki að sækjast eftir starfinu og ef einhver annar býður sig fram þá væri það frábært," sagði Jónas, sem hefur lengi verið í forsvari hjá Grindvíkingum. Jónas hefur marga fjöruna sopið á sínum ferli og honum líst vel á að starfa með Guðjóni, fari svo að Guðjón verði ráðinn líkt og flest bendir til. „Það er vilji af beggja hálfu að ná samningum. Við teljum okkur þurfa stuðtæki til að lyfta okkur upp og Guðjón er það stuðtæki að okkar mati. Ég hef mikla reynslu úr sjávarútvegi og það er margt líkt með honum og boltanum. Það eru allir kappsamir – skipstjórar sem og hásetar. Við vitum alveg hvað við erum að fá með Guðjóni og það verður eflaust ekki alltaf logn," sagði Jónas og bætti við að það truflaði stjórnina ekkert hversu stutt Guðjón hefði staldrað við hjá félögum á þessari öld. „Það er því áskorun fyrir okkur. Við höfum haft orð á okkur fyrir að vera sterkir saman og stefnum að því að byggja sterka liðsheild með Guðjóni." Jónas segir að það verði eðlilega einhverjar breytingar á leikmannahópnum milli ára og liðið þurfi að styrkja sig. „Útlendingarnir sem voru í sumar voru farnir. Við þurfum að finna nýja menn og 2-3 gæðaleikmenn væru vel þegnir." Á þeim tíma sem Jónas hefur starfað fyrir Grindavík hefur mikið breyst. Meðal annars risið glæsileg stúka og svo knattspyrnuhús. Jónas segir að kominn sé tími á næstu skref. „Það þarf að bæta áhorfendaaðstöðuna. Áhorfendur eru enn að pissa utan í stúkuna og það þarf að bæta alla aðstöðu bak við stúkuna. Við munum leggjast á bæjaryfirvöld að þau hjálpi okkur við að bæta þessa aðstöðu. Það er búið að teikna upp þessa aðstöðu og ég mun berjast fyrir henni. Ég vil að það verði almennilega búið að áhorfendum og það sé almennileg aðstaða fyrir fjölskyldufólk."Ferill Guðjóns síðan hann hætti með landsliðið Það hefur ýmislegt gengið á hjá Guðjóni síðan hann hætti með íslenska landsliðið á sínum tíma. Athygli vekur hversu illa honum gengur að tolla í starfi.1999-2002: Guðjón tekur við Stoke City. Hann náði góðum árangri með liðið, kom því B-deildina. Guðjón státar af einna bestum árangri allra stjóra í sögu Stoke með 1,7 stig að meðaltali í leik. Þrátt fyrir það ákvað Stoke City að reka Guðjón.2002: Guðjón stýrði norska liðinu Start í nokkrum leikjum. Hann átti að reyna að bjarga liðinu frá falli en það tókst ekki.2003-2004: Enska liðið Barnsley ræður Guðjón til starfa. Hann er rekinn frá félaginu eftir að Peter Ridsdale nær völdum hjá félaginu.2004-2005: Guðjón velur að semja við Keflavík frekar en Grindavík. Guðjón yfirgefur félagið þrem dögum fyrir fyrsta leik í Íslandsmóti til þess að taka við Notts County.2005-2006: Guðjón stýrir elsta liði heims, Notts County. Hann fékk flugstart með liðið og kom því á toppinn. Liðið missti svo algjörlega flugið og endaði í 21. sæti D-deildarinnar sem var lélegasti árangurinn í langri sögu félagsins. Guðjón hætti með liðið.2006-2008: Guðjón tekur við uppeldisfélagi sínu, ÍA. Nær þriðja sæti á fyrra árinu með liðið. Allt fer á versta veg sumarið 2008 og Guðjón er rekinn frá félaginu sem síðar fellur úr efstu deild.2008-2009: Ráðinn stjóri hjá Crewe Alexandra í desember. Byrjaði vel og var valinn stjóri mánaðarins í febrúar. Síðan fór að halla undan fæti og liðið féll. Guðjón hélt áfram að þjálfa liðið en var rekinn í október þar sem hvorki gekk né rak hjá liðinu.2010-2011: Guðjón er ráðinn stjóri BÍ/Bolungarvíkur. Undir stjórn Guðjóns náði liðið 6. sæti í deildinni. Guðjón var síðan rekinn eftir tímabilið.Þorsteinn Gunnarsson hefur ákveðið að láta af formennsku í knattspyrnudeild Grindavíkur í kjölfar þess að stjórn knattspyrnudeildar ákvað að fara í samningaviðræður við Guðjón Þórðarson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Þorsteinn Gunnarsson hefur ákveðið að láta af formennsku í knattspyrnudeild Grindavíkur í kjölfar þess að stjórn knattspyrnudeildar ákvað að fara í samningaviðræður við Guðjón Þórðarson. Þorsteinn var sá eini í stjórninni sem vildi ekki ræða við Guðjón og þar sem hann er ekki sáttur við stefnu deildarinnar ákvað hann að stíga til hliðar. „Ég tel Guðjón ekki vera réttan mann í starfið. Því finnst mér rétt að aðrir aðilar móti starfið með Guðjóni. Mér finnst að það sé heiðarlegt af minni hálfu að stíga til hliðar," sagði Þorsteinn, en hann telur aðra þjálfara sem voru í myndinni hafa verið hæfari en Guðjón. „Það voru Lárus Orri Sigurðsson og David McCreery. Sá síðarnefndi er fyrrverandi leikmaður Man. Utd og sótti um starfið. Hann hefur komið víða við á ferlinum og var í tíu ár hjá Boca Juniors í Argentínu að vinna þar. Svo var hann kominn til Mjanmar á síðasta ári. Hann var svo á leið til Malasíu að þjálfa þar." Jónas Þórhallsson, varaformaður og fyrrverandi formaður, hefur boðist til þess að taka aftur við stjórn knattspyrnudeildar í stað Þorsteins. „Þorsteinn var sjálfum sér samkvæmur og þess vegna fór þetta svona. Ég er til í að taka við en er samt ekki að sækjast eftir starfinu og ef einhver annar býður sig fram þá væri það frábært," sagði Jónas, sem hefur lengi verið í forsvari hjá Grindvíkingum. Jónas hefur marga fjöruna sopið á sínum ferli og honum líst vel á að starfa með Guðjóni, fari svo að Guðjón verði ráðinn líkt og flest bendir til. „Það er vilji af beggja hálfu að ná samningum. Við teljum okkur þurfa stuðtæki til að lyfta okkur upp og Guðjón er það stuðtæki að okkar mati. Ég hef mikla reynslu úr sjávarútvegi og það er margt líkt með honum og boltanum. Það eru allir kappsamir – skipstjórar sem og hásetar. Við vitum alveg hvað við erum að fá með Guðjóni og það verður eflaust ekki alltaf logn," sagði Jónas og bætti við að það truflaði stjórnina ekkert hversu stutt Guðjón hefði staldrað við hjá félögum á þessari öld. „Það er því áskorun fyrir okkur. Við höfum haft orð á okkur fyrir að vera sterkir saman og stefnum að því að byggja sterka liðsheild með Guðjóni." Jónas segir að það verði eðlilega einhverjar breytingar á leikmannahópnum milli ára og liðið þurfi að styrkja sig. „Útlendingarnir sem voru í sumar voru farnir. Við þurfum að finna nýja menn og 2-3 gæðaleikmenn væru vel þegnir." Á þeim tíma sem Jónas hefur starfað fyrir Grindavík hefur mikið breyst. Meðal annars risið glæsileg stúka og svo knattspyrnuhús. Jónas segir að kominn sé tími á næstu skref. „Það þarf að bæta áhorfendaaðstöðuna. Áhorfendur eru enn að pissa utan í stúkuna og það þarf að bæta alla aðstöðu bak við stúkuna. Við munum leggjast á bæjaryfirvöld að þau hjálpi okkur við að bæta þessa aðstöðu. Það er búið að teikna upp þessa aðstöðu og ég mun berjast fyrir henni. Ég vil að það verði almennilega búið að áhorfendum og það sé almennileg aðstaða fyrir fjölskyldufólk."Ferill Guðjóns síðan hann hætti með landsliðið Það hefur ýmislegt gengið á hjá Guðjóni síðan hann hætti með íslenska landsliðið á sínum tíma. Athygli vekur hversu illa honum gengur að tolla í starfi.1999-2002: Guðjón tekur við Stoke City. Hann náði góðum árangri með liðið, kom því B-deildina. Guðjón státar af einna bestum árangri allra stjóra í sögu Stoke með 1,7 stig að meðaltali í leik. Þrátt fyrir það ákvað Stoke City að reka Guðjón.2002: Guðjón stýrði norska liðinu Start í nokkrum leikjum. Hann átti að reyna að bjarga liðinu frá falli en það tókst ekki.2003-2004: Enska liðið Barnsley ræður Guðjón til starfa. Hann er rekinn frá félaginu eftir að Peter Ridsdale nær völdum hjá félaginu.2004-2005: Guðjón velur að semja við Keflavík frekar en Grindavík. Guðjón yfirgefur félagið þrem dögum fyrir fyrsta leik í Íslandsmóti til þess að taka við Notts County.2005-2006: Guðjón stýrir elsta liði heims, Notts County. Hann fékk flugstart með liðið og kom því á toppinn. Liðið missti svo algjörlega flugið og endaði í 21. sæti D-deildarinnar sem var lélegasti árangurinn í langri sögu félagsins. Guðjón hætti með liðið.2006-2008: Guðjón tekur við uppeldisfélagi sínu, ÍA. Nær þriðja sæti á fyrra árinu með liðið. Allt fer á versta veg sumarið 2008 og Guðjón er rekinn frá félaginu sem síðar fellur úr efstu deild.2008-2009: Ráðinn stjóri hjá Crewe Alexandra í desember. Byrjaði vel og var valinn stjóri mánaðarins í febrúar. Síðan fór að halla undan fæti og liðið féll. Guðjón hélt áfram að þjálfa liðið en var rekinn í október þar sem hvorki gekk né rak hjá liðinu.2010-2011: Guðjón er ráðinn stjóri BÍ/Bolungarvíkur. Undir stjórn Guðjóns náði liðið 6. sæti í deildinni. Guðjón var síðan rekinn eftir tímabilið.Þorsteinn Gunnarsson hefur ákveðið að láta af formennsku í knattspyrnudeild Grindavíkur í kjölfar þess að stjórn knattspyrnudeildar ákvað að fara í samningaviðræður við Guðjón Þórðarson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira