Guðmundur leggur flest upp í Pepsi-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2011 07:00 Guðmundur Steinarsson er með tvö mörk og sjö stoðsendingar í sumar. Mynd/Stefán Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson er sá leikmaður í Pepsi-deild karla sem hefur gefið flestar stoðsendingar í sumar. Guðmundur hefur gefið sjö stoðsendingar eða einni fleiri en Blikinn Rafn Andri Haraldsson og KR-ingurinn Bjarni Guðjónsson. „Þetta hefur verið mitt hlutskipti í sumar. Þegar maður er einn uppi á toppnum þá opnast kannski fyrir aðra að stinga sér í gegn og það hefur heppnast að finna þessa stráka sem eru duglegir að hlaupa í gegnum varnirnar hjá mótherjunum," segir Guðmundur. „Þeir sem eru frammi eru oftast dæmdir af mörkunum en þegar menn eru einir upp á topp þá er meiri áhersla lögð á að stoppa þá. Aðrir leikmenn gleymast kannski í staðinn og það er það sem hefur gerst í okkar mörkum," sagði Guðmundur en hann hefur þó aðeins náð að skora tvö mörk sjálfur. Það eru nú liðnar 805 leikmínútur síðan hann skoraði og jafnaði markamet föður síns Steinars Jóhannssonar. „Eigum við ekki að segja að það sé ríkjandi samkomulag á heimilinu um að við ætlum bara að deila þessu meti," sagði Guðmundur léttur. „Það er spennandi leikur fyrir mig á mánudaginn. Ég jafnaði leikjametið í síðasta leik og er því búinn að jafna metið á báðum vígstöðum. Ef ég skora í næsta leik þá tek ég tvö fyrir eitt. Það gæti verið spennandi að taka þessi met í sama leiknum, það myndi gefa þessu eitthvað auka og yrði því eftirminnilegra fyrir vikið," sagði Guðmundur sem á nú leikjametið með Sigurði Björgvinssyni og markametið með föður sínum. „Ég fer inn í alla leiki til að reyna að koma mér í færi og skora. Það tekst misjafnlega. Ég mun reyna gera allt til þess að skora í næsta leik þar sem að leikurinn hefur meiri þýðingu og er á heimavelli," segir Guðmundur. Hann er ánægður með hversu honum hefur gengið vel að leggja upp mörk í sumar. „Það hafa verið nokkrar fínar hjá mér í sumar. Það virðist vera lagt eitthvað kapp á það að reyna að loka á mann en ég virðist vera eitthvað fljótari en ég lít út fyrir að vera," segir Guðmundur hlæjandi. „Það hafa margir leikmenn verið mjög góðir í að leggja upp mörk og nafni minn Benediktsson var algjör sérfræðingur í þessu. Ég viðurkenni það að maður hefur aðeins horft til hans í gegnum tíðina og fylgst með honum hvernig hans leikur var. Mér fannst hann algjör snillingur í þessu," segir Guðmundur. Guðmundur lagði upp sjö mörk í fyrrasumar og er því búinn að jafna það en persónulega metið hans er frá 2008 þegar hann átti níu stoðsendingar.Flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í sumar: Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7 Rafn Andri Haraldsson, Breiðabliki 6 Bjarni Guðjónsson, KR 6 Viktor Örn Guðmundsson, FH 5 Ólafur Páll Snorrason, FH 5 Gunnar Már Guðmundsson, Þór Ak. 5 Atli Sigurjónsson, Þór Ak. 5 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 4 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 4 Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni 4 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 4 Guðjón Pétur Lýðsson, Val 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson er sá leikmaður í Pepsi-deild karla sem hefur gefið flestar stoðsendingar í sumar. Guðmundur hefur gefið sjö stoðsendingar eða einni fleiri en Blikinn Rafn Andri Haraldsson og KR-ingurinn Bjarni Guðjónsson. „Þetta hefur verið mitt hlutskipti í sumar. Þegar maður er einn uppi á toppnum þá opnast kannski fyrir aðra að stinga sér í gegn og það hefur heppnast að finna þessa stráka sem eru duglegir að hlaupa í gegnum varnirnar hjá mótherjunum," segir Guðmundur. „Þeir sem eru frammi eru oftast dæmdir af mörkunum en þegar menn eru einir upp á topp þá er meiri áhersla lögð á að stoppa þá. Aðrir leikmenn gleymast kannski í staðinn og það er það sem hefur gerst í okkar mörkum," sagði Guðmundur en hann hefur þó aðeins náð að skora tvö mörk sjálfur. Það eru nú liðnar 805 leikmínútur síðan hann skoraði og jafnaði markamet föður síns Steinars Jóhannssonar. „Eigum við ekki að segja að það sé ríkjandi samkomulag á heimilinu um að við ætlum bara að deila þessu meti," sagði Guðmundur léttur. „Það er spennandi leikur fyrir mig á mánudaginn. Ég jafnaði leikjametið í síðasta leik og er því búinn að jafna metið á báðum vígstöðum. Ef ég skora í næsta leik þá tek ég tvö fyrir eitt. Það gæti verið spennandi að taka þessi met í sama leiknum, það myndi gefa þessu eitthvað auka og yrði því eftirminnilegra fyrir vikið," sagði Guðmundur sem á nú leikjametið með Sigurði Björgvinssyni og markametið með föður sínum. „Ég fer inn í alla leiki til að reyna að koma mér í færi og skora. Það tekst misjafnlega. Ég mun reyna gera allt til þess að skora í næsta leik þar sem að leikurinn hefur meiri þýðingu og er á heimavelli," segir Guðmundur. Hann er ánægður með hversu honum hefur gengið vel að leggja upp mörk í sumar. „Það hafa verið nokkrar fínar hjá mér í sumar. Það virðist vera lagt eitthvað kapp á það að reyna að loka á mann en ég virðist vera eitthvað fljótari en ég lít út fyrir að vera," segir Guðmundur hlæjandi. „Það hafa margir leikmenn verið mjög góðir í að leggja upp mörk og nafni minn Benediktsson var algjör sérfræðingur í þessu. Ég viðurkenni það að maður hefur aðeins horft til hans í gegnum tíðina og fylgst með honum hvernig hans leikur var. Mér fannst hann algjör snillingur í þessu," segir Guðmundur. Guðmundur lagði upp sjö mörk í fyrrasumar og er því búinn að jafna það en persónulega metið hans er frá 2008 þegar hann átti níu stoðsendingar.Flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í sumar: Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7 Rafn Andri Haraldsson, Breiðabliki 6 Bjarni Guðjónsson, KR 6 Viktor Örn Guðmundsson, FH 5 Ólafur Páll Snorrason, FH 5 Gunnar Már Guðmundsson, Þór Ak. 5 Atli Sigurjónsson, Þór Ak. 5 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 4 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 4 Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni 4 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 4 Guðjón Pétur Lýðsson, Val 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira