Guðmundur leggur flest upp í Pepsi-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2011 07:00 Guðmundur Steinarsson er með tvö mörk og sjö stoðsendingar í sumar. Mynd/Stefán Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson er sá leikmaður í Pepsi-deild karla sem hefur gefið flestar stoðsendingar í sumar. Guðmundur hefur gefið sjö stoðsendingar eða einni fleiri en Blikinn Rafn Andri Haraldsson og KR-ingurinn Bjarni Guðjónsson. „Þetta hefur verið mitt hlutskipti í sumar. Þegar maður er einn uppi á toppnum þá opnast kannski fyrir aðra að stinga sér í gegn og það hefur heppnast að finna þessa stráka sem eru duglegir að hlaupa í gegnum varnirnar hjá mótherjunum," segir Guðmundur. „Þeir sem eru frammi eru oftast dæmdir af mörkunum en þegar menn eru einir upp á topp þá er meiri áhersla lögð á að stoppa þá. Aðrir leikmenn gleymast kannski í staðinn og það er það sem hefur gerst í okkar mörkum," sagði Guðmundur en hann hefur þó aðeins náð að skora tvö mörk sjálfur. Það eru nú liðnar 805 leikmínútur síðan hann skoraði og jafnaði markamet föður síns Steinars Jóhannssonar. „Eigum við ekki að segja að það sé ríkjandi samkomulag á heimilinu um að við ætlum bara að deila þessu meti," sagði Guðmundur léttur. „Það er spennandi leikur fyrir mig á mánudaginn. Ég jafnaði leikjametið í síðasta leik og er því búinn að jafna metið á báðum vígstöðum. Ef ég skora í næsta leik þá tek ég tvö fyrir eitt. Það gæti verið spennandi að taka þessi met í sama leiknum, það myndi gefa þessu eitthvað auka og yrði því eftirminnilegra fyrir vikið," sagði Guðmundur sem á nú leikjametið með Sigurði Björgvinssyni og markametið með föður sínum. „Ég fer inn í alla leiki til að reyna að koma mér í færi og skora. Það tekst misjafnlega. Ég mun reyna gera allt til þess að skora í næsta leik þar sem að leikurinn hefur meiri þýðingu og er á heimavelli," segir Guðmundur. Hann er ánægður með hversu honum hefur gengið vel að leggja upp mörk í sumar. „Það hafa verið nokkrar fínar hjá mér í sumar. Það virðist vera lagt eitthvað kapp á það að reyna að loka á mann en ég virðist vera eitthvað fljótari en ég lít út fyrir að vera," segir Guðmundur hlæjandi. „Það hafa margir leikmenn verið mjög góðir í að leggja upp mörk og nafni minn Benediktsson var algjör sérfræðingur í þessu. Ég viðurkenni það að maður hefur aðeins horft til hans í gegnum tíðina og fylgst með honum hvernig hans leikur var. Mér fannst hann algjör snillingur í þessu," segir Guðmundur. Guðmundur lagði upp sjö mörk í fyrrasumar og er því búinn að jafna það en persónulega metið hans er frá 2008 þegar hann átti níu stoðsendingar.Flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í sumar: Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7 Rafn Andri Haraldsson, Breiðabliki 6 Bjarni Guðjónsson, KR 6 Viktor Örn Guðmundsson, FH 5 Ólafur Páll Snorrason, FH 5 Gunnar Már Guðmundsson, Þór Ak. 5 Atli Sigurjónsson, Þór Ak. 5 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 4 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 4 Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni 4 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 4 Guðjón Pétur Lýðsson, Val 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson er sá leikmaður í Pepsi-deild karla sem hefur gefið flestar stoðsendingar í sumar. Guðmundur hefur gefið sjö stoðsendingar eða einni fleiri en Blikinn Rafn Andri Haraldsson og KR-ingurinn Bjarni Guðjónsson. „Þetta hefur verið mitt hlutskipti í sumar. Þegar maður er einn uppi á toppnum þá opnast kannski fyrir aðra að stinga sér í gegn og það hefur heppnast að finna þessa stráka sem eru duglegir að hlaupa í gegnum varnirnar hjá mótherjunum," segir Guðmundur. „Þeir sem eru frammi eru oftast dæmdir af mörkunum en þegar menn eru einir upp á topp þá er meiri áhersla lögð á að stoppa þá. Aðrir leikmenn gleymast kannski í staðinn og það er það sem hefur gerst í okkar mörkum," sagði Guðmundur en hann hefur þó aðeins náð að skora tvö mörk sjálfur. Það eru nú liðnar 805 leikmínútur síðan hann skoraði og jafnaði markamet föður síns Steinars Jóhannssonar. „Eigum við ekki að segja að það sé ríkjandi samkomulag á heimilinu um að við ætlum bara að deila þessu meti," sagði Guðmundur léttur. „Það er spennandi leikur fyrir mig á mánudaginn. Ég jafnaði leikjametið í síðasta leik og er því búinn að jafna metið á báðum vígstöðum. Ef ég skora í næsta leik þá tek ég tvö fyrir eitt. Það gæti verið spennandi að taka þessi met í sama leiknum, það myndi gefa þessu eitthvað auka og yrði því eftirminnilegra fyrir vikið," sagði Guðmundur sem á nú leikjametið með Sigurði Björgvinssyni og markametið með föður sínum. „Ég fer inn í alla leiki til að reyna að koma mér í færi og skora. Það tekst misjafnlega. Ég mun reyna gera allt til þess að skora í næsta leik þar sem að leikurinn hefur meiri þýðingu og er á heimavelli," segir Guðmundur. Hann er ánægður með hversu honum hefur gengið vel að leggja upp mörk í sumar. „Það hafa verið nokkrar fínar hjá mér í sumar. Það virðist vera lagt eitthvað kapp á það að reyna að loka á mann en ég virðist vera eitthvað fljótari en ég lít út fyrir að vera," segir Guðmundur hlæjandi. „Það hafa margir leikmenn verið mjög góðir í að leggja upp mörk og nafni minn Benediktsson var algjör sérfræðingur í þessu. Ég viðurkenni það að maður hefur aðeins horft til hans í gegnum tíðina og fylgst með honum hvernig hans leikur var. Mér fannst hann algjör snillingur í þessu," segir Guðmundur. Guðmundur lagði upp sjö mörk í fyrrasumar og er því búinn að jafna það en persónulega metið hans er frá 2008 þegar hann átti níu stoðsendingar.Flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í sumar: Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7 Rafn Andri Haraldsson, Breiðabliki 6 Bjarni Guðjónsson, KR 6 Viktor Örn Guðmundsson, FH 5 Ólafur Páll Snorrason, FH 5 Gunnar Már Guðmundsson, Þór Ak. 5 Atli Sigurjónsson, Þór Ak. 5 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 4 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 4 Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni 4 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 4 Guðjón Pétur Lýðsson, Val 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira