Guðmundur leggur flest upp í Pepsi-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2011 07:00 Guðmundur Steinarsson er með tvö mörk og sjö stoðsendingar í sumar. Mynd/Stefán Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson er sá leikmaður í Pepsi-deild karla sem hefur gefið flestar stoðsendingar í sumar. Guðmundur hefur gefið sjö stoðsendingar eða einni fleiri en Blikinn Rafn Andri Haraldsson og KR-ingurinn Bjarni Guðjónsson. „Þetta hefur verið mitt hlutskipti í sumar. Þegar maður er einn uppi á toppnum þá opnast kannski fyrir aðra að stinga sér í gegn og það hefur heppnast að finna þessa stráka sem eru duglegir að hlaupa í gegnum varnirnar hjá mótherjunum," segir Guðmundur. „Þeir sem eru frammi eru oftast dæmdir af mörkunum en þegar menn eru einir upp á topp þá er meiri áhersla lögð á að stoppa þá. Aðrir leikmenn gleymast kannski í staðinn og það er það sem hefur gerst í okkar mörkum," sagði Guðmundur en hann hefur þó aðeins náð að skora tvö mörk sjálfur. Það eru nú liðnar 805 leikmínútur síðan hann skoraði og jafnaði markamet föður síns Steinars Jóhannssonar. „Eigum við ekki að segja að það sé ríkjandi samkomulag á heimilinu um að við ætlum bara að deila þessu meti," sagði Guðmundur léttur. „Það er spennandi leikur fyrir mig á mánudaginn. Ég jafnaði leikjametið í síðasta leik og er því búinn að jafna metið á báðum vígstöðum. Ef ég skora í næsta leik þá tek ég tvö fyrir eitt. Það gæti verið spennandi að taka þessi met í sama leiknum, það myndi gefa þessu eitthvað auka og yrði því eftirminnilegra fyrir vikið," sagði Guðmundur sem á nú leikjametið með Sigurði Björgvinssyni og markametið með föður sínum. „Ég fer inn í alla leiki til að reyna að koma mér í færi og skora. Það tekst misjafnlega. Ég mun reyna gera allt til þess að skora í næsta leik þar sem að leikurinn hefur meiri þýðingu og er á heimavelli," segir Guðmundur. Hann er ánægður með hversu honum hefur gengið vel að leggja upp mörk í sumar. „Það hafa verið nokkrar fínar hjá mér í sumar. Það virðist vera lagt eitthvað kapp á það að reyna að loka á mann en ég virðist vera eitthvað fljótari en ég lít út fyrir að vera," segir Guðmundur hlæjandi. „Það hafa margir leikmenn verið mjög góðir í að leggja upp mörk og nafni minn Benediktsson var algjör sérfræðingur í þessu. Ég viðurkenni það að maður hefur aðeins horft til hans í gegnum tíðina og fylgst með honum hvernig hans leikur var. Mér fannst hann algjör snillingur í þessu," segir Guðmundur. Guðmundur lagði upp sjö mörk í fyrrasumar og er því búinn að jafna það en persónulega metið hans er frá 2008 þegar hann átti níu stoðsendingar.Flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í sumar: Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7 Rafn Andri Haraldsson, Breiðabliki 6 Bjarni Guðjónsson, KR 6 Viktor Örn Guðmundsson, FH 5 Ólafur Páll Snorrason, FH 5 Gunnar Már Guðmundsson, Þór Ak. 5 Atli Sigurjónsson, Þór Ak. 5 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 4 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 4 Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni 4 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 4 Guðjón Pétur Lýðsson, Val 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson er sá leikmaður í Pepsi-deild karla sem hefur gefið flestar stoðsendingar í sumar. Guðmundur hefur gefið sjö stoðsendingar eða einni fleiri en Blikinn Rafn Andri Haraldsson og KR-ingurinn Bjarni Guðjónsson. „Þetta hefur verið mitt hlutskipti í sumar. Þegar maður er einn uppi á toppnum þá opnast kannski fyrir aðra að stinga sér í gegn og það hefur heppnast að finna þessa stráka sem eru duglegir að hlaupa í gegnum varnirnar hjá mótherjunum," segir Guðmundur. „Þeir sem eru frammi eru oftast dæmdir af mörkunum en þegar menn eru einir upp á topp þá er meiri áhersla lögð á að stoppa þá. Aðrir leikmenn gleymast kannski í staðinn og það er það sem hefur gerst í okkar mörkum," sagði Guðmundur en hann hefur þó aðeins náð að skora tvö mörk sjálfur. Það eru nú liðnar 805 leikmínútur síðan hann skoraði og jafnaði markamet föður síns Steinars Jóhannssonar. „Eigum við ekki að segja að það sé ríkjandi samkomulag á heimilinu um að við ætlum bara að deila þessu meti," sagði Guðmundur léttur. „Það er spennandi leikur fyrir mig á mánudaginn. Ég jafnaði leikjametið í síðasta leik og er því búinn að jafna metið á báðum vígstöðum. Ef ég skora í næsta leik þá tek ég tvö fyrir eitt. Það gæti verið spennandi að taka þessi met í sama leiknum, það myndi gefa þessu eitthvað auka og yrði því eftirminnilegra fyrir vikið," sagði Guðmundur sem á nú leikjametið með Sigurði Björgvinssyni og markametið með föður sínum. „Ég fer inn í alla leiki til að reyna að koma mér í færi og skora. Það tekst misjafnlega. Ég mun reyna gera allt til þess að skora í næsta leik þar sem að leikurinn hefur meiri þýðingu og er á heimavelli," segir Guðmundur. Hann er ánægður með hversu honum hefur gengið vel að leggja upp mörk í sumar. „Það hafa verið nokkrar fínar hjá mér í sumar. Það virðist vera lagt eitthvað kapp á það að reyna að loka á mann en ég virðist vera eitthvað fljótari en ég lít út fyrir að vera," segir Guðmundur hlæjandi. „Það hafa margir leikmenn verið mjög góðir í að leggja upp mörk og nafni minn Benediktsson var algjör sérfræðingur í þessu. Ég viðurkenni það að maður hefur aðeins horft til hans í gegnum tíðina og fylgst með honum hvernig hans leikur var. Mér fannst hann algjör snillingur í þessu," segir Guðmundur. Guðmundur lagði upp sjö mörk í fyrrasumar og er því búinn að jafna það en persónulega metið hans er frá 2008 þegar hann átti níu stoðsendingar.Flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla í sumar: Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7 Rafn Andri Haraldsson, Breiðabliki 6 Bjarni Guðjónsson, KR 6 Viktor Örn Guðmundsson, FH 5 Ólafur Páll Snorrason, FH 5 Gunnar Már Guðmundsson, Þór Ak. 5 Atli Sigurjónsson, Þór Ak. 5 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 4 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 4 Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni 4 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 4 Guðjón Pétur Lýðsson, Val 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira