Enski boltinn

Blaðamenn fá ekki aðgang að leikjum í neðri deildum Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Enskir blaðamenn munu þurfa að horfa á leiki helgarinnar í sjónvarpinu til að geta fjallað um þá.
Enskir blaðamenn munu þurfa að horfa á leiki helgarinnar í sjónvarpinu til að geta fjallað um þá. nordicphotos/getty
Keppni í neðri deildum Englands hefst í dag en útlit er fyrir að blaðamenn dagblaða þar í landi sem og útsendarar frétta- og myndaveita fái ekki aðgang að leikjunum.

Fulltrúar fjölmiðla deila nú við forráðamenn deildanna um hvernig umfjöllun skuli háttað. Vilja samtök fjölmiðlanna meina að kröfur fulltrúa knattspyrnudeildanna séu algerlega óraunhæfar og vilja ekki gangast við þeim.

Til boða stendur að framlengja það samkomulag sem hefur verið í gildi frá 2003 en fjölmiðlamenn eru tregir til þess. Að öllu óbreyttu fá ljósmyndarar og blaðamenn því ekki aðgang að leikjum helgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×