Dregið verður í undanúrslit í Valitor-bikarsins í knattspyrnu í hádeginu í dag. Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og hefst klukkan 12.
Liðin í pottinum kvennamegin eru: Afturelding, Fylkir, KR og Valur. Áætlað er að leikirnir fari fram 22. júlí.
Liðin í pottinum karlamegin eru: BÍ/Bolungarvík, ÍBV, KR og Þór.
Athygli vekur að þrjú af fjórum liðum í pottinum karlamegin eru af landsbyggðinni. Áætlað er að leikirnir fari fram 28. júlí.
Viðbrögð fulltrúa liðanna við drættinum verða birt á Vísi að honum loknum.
