Forráðamenn Sunderland hafa ákveðið að nýta sér ekki ákvæði í lánssamningi Sulley Muntari og kaupa hann frá Inter á Ítalíu.
Muntari kom til Sunderland í janúar síðastliðnum og hefur síðan þá komið við sögu í níu leikjum, þar af sjö sinnum sem byrjunarliðsmaður.
„Sulley hefur verið algjör fagmaður síðan hann kom til okkar. Við viljum þakka honum fyrir framlagið og óskum honum alls hins besta fyrir framtíðina,“ sagði Steve Bruce, stjóri Sunderland, við enska fjölmiðla.
Umboðsmaður Muntari, Fabien Piveteau, segir að launamálin hafi helst staðið í vegi fyrir því að hann verði áfram hjá Sunderland.
„Sulley á ekki möguleika á að vera áfram hjá Sunderland. Félagið hefur ákveðið að hann sé of dýr,“ sagði umboðsmaðurinn.
Sunderland mun ekki kaupa Muntari
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn


Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið
Enski boltinn

