Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann ætli að stilla upp sínu sterkasta liðið er liðið mætir Blackburn um helgina.
United þarf bara eitt stig til viðbótar til að gulltryggja enska meistaratitilinn eftir 2-1 sigur á Chelsea um síðustu helgi. Félagið myndi vinna sinn 19. titil frá upphafi sem er met.
„Það sem mestu máli skiptir er að nálgast þennan leik á réttan máta. Þetta er mikilvægur leikur,“ sagði Ferguson. „Við munum tefla fram okkar sterkasta liði.“
Ferguson bætti reyndar við að líklega fengi Edwin van der Sar markvörður hvíld. „Það kemur til greina. Hann hefur spilað hvern einasta leik síðustu vikurnar og þær hafa verið erfiðar. Það er mikilvægt að grípa þetta tækifæri og gefa honum frí.“
Blackburn er í harðri fallbaráttu en liðið er í fimmtánda sæti, þremur stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.
„Það er alltaf erfitt að spila við Blackburn,“ sagði Ferguson. „Þeir eru líka að berjast fyrir sínu og þurfa líklega stig úr leiknum. Þeir munu leggja sig alla fram til að ná því stigi eða jafnvel vinna okkur.“
„Við þurfum að leggja okkur jafn mikið fram. Þetta verður erfiður leikur fyrir bæði lið.“
Ferguson ætlar að stilla upp sínu sterkasta liði
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn



Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti


„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti