Ray Anthony: Það heimskulegasta sem ég hef gert Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2011 15:00 Ray Anthony hefur spilað tæpa 200 leiki fyrir meistaraflokk Grindavíkur. Bakvörðurinn Ray Anthony Jónsson var hinn hressasti þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í dag. Grindavík vann dýrmætan 2-0 sigur á ÍBV í gær og situr í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig. „Jú, maður sá leikmenn brosa eftir leik í fyrsta skipti. Það er orðið svolítið langt síðan maður hefur séð það. Þetta rothögg sem við fengum (gegn FH) virðist hafa hjálpað eitthvað,“ segir Ray. Ray var ekki í leikmannahópnum gegn Fram og sat á bekknum gegn Eyjamönnum í gær. „Á fyrstu æfingu eftir leikinn gegn FH tognaði ég aðeins í náranum. Ég hef verið að ströggla en þetta er að koma. Ég hefði getað spilað í gær en það var tvísýnt. Fyrst þetta gekk svona vel var ágætt að vera ekkert að reyna á þetta alveg strax,“ segir Ray. Það er óhætt að segja að mikið hafi verið fjallað um frammistöðu Ray í 7-2 tapinu gegn FH. Markakvöld beggja sjónvarpsstöðva fjölluðu um frammistöðu hans auk dagblaðanna. Menn áttuðu sig hreinlega ekki á því hvað Ray ætlaði að gera þegar hann lagði upp fyrsta mark FH í upphafi leiks. „Ég ætlaði ekkert að leyfa FH að fá hornspyrnu. Ég ætlaði að skýla boltanum en svo stoppaði hann. Þá kemur maður vinstra megin að mér og ég sný með andlitið í átt að markinu. Fyrsta sem ég hugsaði var að hreinsa alla leið yfir. Ég hitti hann bara ekki og úr varð frábær sending, fyrir FH-ingana,“ segir Ray. Menn hafa vel því fyrir sér hvort eitthvað meira lægi að baki stoðsendingunni. Jafnvel hefur verið nefnt að peningar væru í spilinu. Einhver veðmálastarfsemi. „Ég hef allavegna ekki fengið þessa peninga til mín, segir Ray og hlær. „Nei nei, þetta var örugglega það heimskulegasta sem ég hef gert í fótbolta. Allt frá því ég byrjaði að æfa. Þetta er eitt af því fyrsta sem maður lærir, að vera ekki að hreinsa í átt að markteignum,“ segir Ray. „Ég sagði í gríni við einhverja félaga mína að ef leikurinn hefði farið 1-0 fyrir FH hefði ég örugglega lagt skóna á hilluna,“ sagði Ray og hló. Grindavík hefur fengið fjögur stig úr tveimur síðustu leikjum eftir tapið stóra gegn FH. „Það er fín stemmning og vonandi heldur þetta áfram. Við höfum ekki verið með svona góðan mannskap í mörg ár. Góðir einstaklingar þannig að þetta hlýtur að fara að detta inn. Eitt stig í einu,“ sagði Ray að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Bakvörðurinn Ray Anthony Jónsson var hinn hressasti þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í dag. Grindavík vann dýrmætan 2-0 sigur á ÍBV í gær og situr í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig. „Jú, maður sá leikmenn brosa eftir leik í fyrsta skipti. Það er orðið svolítið langt síðan maður hefur séð það. Þetta rothögg sem við fengum (gegn FH) virðist hafa hjálpað eitthvað,“ segir Ray. Ray var ekki í leikmannahópnum gegn Fram og sat á bekknum gegn Eyjamönnum í gær. „Á fyrstu æfingu eftir leikinn gegn FH tognaði ég aðeins í náranum. Ég hef verið að ströggla en þetta er að koma. Ég hefði getað spilað í gær en það var tvísýnt. Fyrst þetta gekk svona vel var ágætt að vera ekkert að reyna á þetta alveg strax,“ segir Ray. Það er óhætt að segja að mikið hafi verið fjallað um frammistöðu Ray í 7-2 tapinu gegn FH. Markakvöld beggja sjónvarpsstöðva fjölluðu um frammistöðu hans auk dagblaðanna. Menn áttuðu sig hreinlega ekki á því hvað Ray ætlaði að gera þegar hann lagði upp fyrsta mark FH í upphafi leiks. „Ég ætlaði ekkert að leyfa FH að fá hornspyrnu. Ég ætlaði að skýla boltanum en svo stoppaði hann. Þá kemur maður vinstra megin að mér og ég sný með andlitið í átt að markinu. Fyrsta sem ég hugsaði var að hreinsa alla leið yfir. Ég hitti hann bara ekki og úr varð frábær sending, fyrir FH-ingana,“ segir Ray. Menn hafa vel því fyrir sér hvort eitthvað meira lægi að baki stoðsendingunni. Jafnvel hefur verið nefnt að peningar væru í spilinu. Einhver veðmálastarfsemi. „Ég hef allavegna ekki fengið þessa peninga til mín, segir Ray og hlær. „Nei nei, þetta var örugglega það heimskulegasta sem ég hef gert í fótbolta. Allt frá því ég byrjaði að æfa. Þetta er eitt af því fyrsta sem maður lærir, að vera ekki að hreinsa í átt að markteignum,“ segir Ray. „Ég sagði í gríni við einhverja félaga mína að ef leikurinn hefði farið 1-0 fyrir FH hefði ég örugglega lagt skóna á hilluna,“ sagði Ray og hló. Grindavík hefur fengið fjögur stig úr tveimur síðustu leikjum eftir tapið stóra gegn FH. „Það er fín stemmning og vonandi heldur þetta áfram. Við höfum ekki verið með svona góðan mannskap í mörg ár. Góðir einstaklingar þannig að þetta hlýtur að fara að detta inn. Eitt stig í einu,“ sagði Ray að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn