Ray Anthony: Það heimskulegasta sem ég hef gert Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2011 15:00 Ray Anthony hefur spilað tæpa 200 leiki fyrir meistaraflokk Grindavíkur. Bakvörðurinn Ray Anthony Jónsson var hinn hressasti þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í dag. Grindavík vann dýrmætan 2-0 sigur á ÍBV í gær og situr í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig. „Jú, maður sá leikmenn brosa eftir leik í fyrsta skipti. Það er orðið svolítið langt síðan maður hefur séð það. Þetta rothögg sem við fengum (gegn FH) virðist hafa hjálpað eitthvað,“ segir Ray. Ray var ekki í leikmannahópnum gegn Fram og sat á bekknum gegn Eyjamönnum í gær. „Á fyrstu æfingu eftir leikinn gegn FH tognaði ég aðeins í náranum. Ég hef verið að ströggla en þetta er að koma. Ég hefði getað spilað í gær en það var tvísýnt. Fyrst þetta gekk svona vel var ágætt að vera ekkert að reyna á þetta alveg strax,“ segir Ray. Það er óhætt að segja að mikið hafi verið fjallað um frammistöðu Ray í 7-2 tapinu gegn FH. Markakvöld beggja sjónvarpsstöðva fjölluðu um frammistöðu hans auk dagblaðanna. Menn áttuðu sig hreinlega ekki á því hvað Ray ætlaði að gera þegar hann lagði upp fyrsta mark FH í upphafi leiks. „Ég ætlaði ekkert að leyfa FH að fá hornspyrnu. Ég ætlaði að skýla boltanum en svo stoppaði hann. Þá kemur maður vinstra megin að mér og ég sný með andlitið í átt að markinu. Fyrsta sem ég hugsaði var að hreinsa alla leið yfir. Ég hitti hann bara ekki og úr varð frábær sending, fyrir FH-ingana,“ segir Ray. Menn hafa vel því fyrir sér hvort eitthvað meira lægi að baki stoðsendingunni. Jafnvel hefur verið nefnt að peningar væru í spilinu. Einhver veðmálastarfsemi. „Ég hef allavegna ekki fengið þessa peninga til mín, segir Ray og hlær. „Nei nei, þetta var örugglega það heimskulegasta sem ég hef gert í fótbolta. Allt frá því ég byrjaði að æfa. Þetta er eitt af því fyrsta sem maður lærir, að vera ekki að hreinsa í átt að markteignum,“ segir Ray. „Ég sagði í gríni við einhverja félaga mína að ef leikurinn hefði farið 1-0 fyrir FH hefði ég örugglega lagt skóna á hilluna,“ sagði Ray og hló. Grindavík hefur fengið fjögur stig úr tveimur síðustu leikjum eftir tapið stóra gegn FH. „Það er fín stemmning og vonandi heldur þetta áfram. Við höfum ekki verið með svona góðan mannskap í mörg ár. Góðir einstaklingar þannig að þetta hlýtur að fara að detta inn. Eitt stig í einu,“ sagði Ray að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Bakvörðurinn Ray Anthony Jónsson var hinn hressasti þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið í dag. Grindavík vann dýrmætan 2-0 sigur á ÍBV í gær og situr í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig. „Jú, maður sá leikmenn brosa eftir leik í fyrsta skipti. Það er orðið svolítið langt síðan maður hefur séð það. Þetta rothögg sem við fengum (gegn FH) virðist hafa hjálpað eitthvað,“ segir Ray. Ray var ekki í leikmannahópnum gegn Fram og sat á bekknum gegn Eyjamönnum í gær. „Á fyrstu æfingu eftir leikinn gegn FH tognaði ég aðeins í náranum. Ég hef verið að ströggla en þetta er að koma. Ég hefði getað spilað í gær en það var tvísýnt. Fyrst þetta gekk svona vel var ágætt að vera ekkert að reyna á þetta alveg strax,“ segir Ray. Það er óhætt að segja að mikið hafi verið fjallað um frammistöðu Ray í 7-2 tapinu gegn FH. Markakvöld beggja sjónvarpsstöðva fjölluðu um frammistöðu hans auk dagblaðanna. Menn áttuðu sig hreinlega ekki á því hvað Ray ætlaði að gera þegar hann lagði upp fyrsta mark FH í upphafi leiks. „Ég ætlaði ekkert að leyfa FH að fá hornspyrnu. Ég ætlaði að skýla boltanum en svo stoppaði hann. Þá kemur maður vinstra megin að mér og ég sný með andlitið í átt að markinu. Fyrsta sem ég hugsaði var að hreinsa alla leið yfir. Ég hitti hann bara ekki og úr varð frábær sending, fyrir FH-ingana,“ segir Ray. Menn hafa vel því fyrir sér hvort eitthvað meira lægi að baki stoðsendingunni. Jafnvel hefur verið nefnt að peningar væru í spilinu. Einhver veðmálastarfsemi. „Ég hef allavegna ekki fengið þessa peninga til mín, segir Ray og hlær. „Nei nei, þetta var örugglega það heimskulegasta sem ég hef gert í fótbolta. Allt frá því ég byrjaði að æfa. Þetta er eitt af því fyrsta sem maður lærir, að vera ekki að hreinsa í átt að markteignum,“ segir Ray. „Ég sagði í gríni við einhverja félaga mína að ef leikurinn hefði farið 1-0 fyrir FH hefði ég örugglega lagt skóna á hilluna,“ sagði Ray og hló. Grindavík hefur fengið fjögur stig úr tveimur síðustu leikjum eftir tapið stóra gegn FH. „Það er fín stemmning og vonandi heldur þetta áfram. Við höfum ekki verið með svona góðan mannskap í mörg ár. Góðir einstaklingar þannig að þetta hlýtur að fara að detta inn. Eitt stig í einu,“ sagði Ray að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira