Enski boltinn

Huth sá um Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gyan fagnar marki sínu í dag. Það dugði ekki til.
Gyan fagnar marki sínu í dag. Það dugði ekki til.

Stoke vann ótrúlegan sigur, 3-2, á Sunderland í dag. Stoke var marki undir er átta mínútur lifðu leiks en þá tók Robert Huth yfir og kláraði leikinn.

Sunderland fékk óskabyrjun á leiknum því Kieran Richardson kom þeim yfir með marki strax á 1. mínútu.

Stoke kom til baka og John Carew jafnaði metin á 32. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Sunderland hóf seinni hálfleikinn vel rétt eins og þann fyrri og strax á 48. mínútu kom Asamoah Gyan Sunderland yfir á nýjan leik.

Stoke gefst aldrei upp og átta mínútum fyrir leikslok jafnaði liðið með skrautlegu marki. Aukaspyrna endaði með því að Robert Huth hljóp á boltann og inn í markið fór hann.

Flest stefndi í jafntefli þegar Huth skoraði aftur eftir aukaspyrnu í og að þessu sinni í uppbótartíma. Hann gleymdist í teignum og eftirleikurinn auðveldur.

Sunderland er í sjötta sæti eftir leikinn en Stoke í því níunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×