Enski boltinn

Tevez ætlar að ná bikarúrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez, fyrirliði Manchester City, stefnir að því að ná bikarúrslitaleiknum gegn Stoke sem fer fram þann 14. maí næstkomandi.

Tevez meiddist á vöðva aftan á læri þegar að City tapaði fyrir Liverpool fyrr í þessum mánuði og greindi Roberto Mancini, stjóri City, frá því í síðustu viku að hann yrði frá í fjórar vikur.

Samkvæmt því er hæpið að hann nái að spila í bikarúrslitunum en Tevez hefur engu að síður sett stefnuna á að ná þeim leik.

„Ég hef nú spilað í bikarnum með þremur mismunandi liðum og veit hversu mikilvæg sú keppni er,“ sagði Tevez. „Í sumum öðrum löndum er bikarinn ekki svo mikilvægur.“

„Það er alltaf sérstakt andrúmsloft sem ríkir í keppninni og ég er viss um að þessi leikur verði frábær.“

City hefur ekki unnið titil í meira en 30 ár og vonast Tevez að þessi bið sé nú senn á enda.

„Við höfum verið að spila vel og eigum nú möguleika að vinna eitthvað stórt fyrir félagið. Allir leikmenn vilja fá tækifæri til að spila svo mikilvæga leiki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×