Enski boltinn

Redknapp: Lehmann sagði að við værum búnir að vera

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var að vonum með strákana sína eftir að liðið hafði unnið upp 3-1 forskot Arsenal og nælt í stig í kvöld.

"Það var frábært að taka þátt í þessum leik. Þarna voru tvö lið að spila ótrúlegan fótbolta. Við réðum ekki við þá í upphafi þar sem sendingageta þeirra var lygileg. Við gáfumst samt ekki upp," sagði Redknapp.

"Þetta leit út fyrir að vera búið í stöðunni 3-1. Ég spjallaði við Jens Lehmann (varamarkvörð Arsenal) og hann sagði að við værum búnir að vera.

"Það var því frábært hjá okkur að koma til baka. Við erum frábært sóknarlið sem lætur vaða. Um það snýst fótboltinn. Það vill enginn sjá 0-0 leiki."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×