Erlent

Glee og Social Network sigruðu á Golden Globe - Gervais fór á kostum

Golden Globe hátíðin fór fram í Hollywood í nótt. Á Golden Globe eru bestu kvikmyndir og sjónvarpsþættir ársins verðlaunaðir og eru úrslitin þar oft talin sterk vísbending um hvað koma skal þegar Óskarsverðlaunin verða afhent. Helstu sigurvegarar í þetta skiptið var kvikmyndin The Social Network, sem segir söguna af því þegar samskiptasíðan Facebook varð til, og sjónvarpsþátturinn Glee, sem segir frá söngelskum krökkum í amerískum menntaskóla.

Social Network var valin besta myndin auk þess sem hún fékk verðlaun fyrir leikstjórn, handrit og tónlist. Glee var valinn besti gamanþátturinn í sjónvarpi auk þess sem tveir leikarar í þættinum fengu verðlaun fyrir aukahlutverk.

Bretinn Colin Firth var valinn besti kvikmyndaleikarinn og Natalie Portman besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Black Swan.

Besti sjónvarpsþátturinn var hinsvegar valinn Boardwalk Empire, besti sjónvarpsleikarinn er Steve Buscemi, sem fer á kostum í aðalhlutverki sama þáttar.

Ricky Gervais fór á kostum að mati margra en þó ekki allra og þótti sumum hann fara ansi langt í háðinu á köflum. Lesendur geta dæmt um það sjálfir með því að smella á linkinn sem sýnir opnunaratriði Gervais.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×