Enski boltinn

Tölfræðin styður vel ákvörðun Sir Alex

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson kom mörgum á óvart með því að láta Dimitar Berbatov, markahæsta mann ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu til þessa, byrja á bekknum í Manchester-slagnum á Old Trafford.

Búlgarinn hefur farið á kostum á þessu tímabili og er búinn að skora 19 mörk í 22 leikjum eða einu marki meira en Carlos Tevez hjá Manchester City sem er sá næstmarkahæsti.

Tölfræðin frá Infostrada Sports styður hinsvegar vel ákvörðun Sir Alex. Berbatov hefur nefnilega ekki skorað eitt einasta mark á móti efstu fimm liðunum á þessu tímabili og hefur aðeins skorað 6 af 67 mörkum sínum á móti liðunum sem eru núna í fimm efstu sætum deildarinnar.

Berbatov spilaði í 78 mínútur í fyrri leiknum á móti Manchester City sem endaði með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×