Enski boltinn

Villa segir að Carroll og Suarez muni slá í gegn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carroll og Suarez með Dalglish.
Carroll og Suarez með Dalglish.

David Villa, framherji Barcelona, virðist fylgjast vel með enska boltanum því hann hefur nú lagt orð í belg varðandi hið nýja framherjapar Liverpool.

Villa hefur nefnilega fulla trú á því að Andy Carroll og Luis Suarez eigi eftir að blómstra saman í framlínu Liverpool.

"Þetta eru tveir leikmenn sem eru hverrar krínu virði. Ég er handviss um að þeir eigi eftir að slá í gegn," sagði Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×